Atvinna - Starfsmaður í þjónustumiðstöð

  • Stjórnsýsla
  • 22. janúar 2018

Grindavíkurbær óskar eftir starfsmanni í þjónustumiðstöð. Leitað er að metnaðarfullum og traustum einstakling, sem hefur áhuga á fjölbreyttum verkefnum. Um 100% starfshlutfall er að ræða.

Verksvið og ábyrgð

• Umsjón með viðhaldi á smávélum.
• Minniháttar viðhald á bílum þjónustumiðstöðvar. t.d. olíuskipti o.fl.
• Minniháttar viðhald á vatns- og fráveitu.
• Ýmis viðhaldsvinna innan stofnanna bæjarins.
• Önnur tilfallandi störf í þjónustumiðstöð, m.a. afleysingar á þjónustubifreið, viðhald á opnum svæðum, snjómokstur o.fl.

Hæfniskröfur

• Starfsreynsla frá sambærilegum verkefnum sem nýst getur í starfi.
• Þekking og reynsla af því að vinna með og viðhalda vélum.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Bílpróf og vinnuvélaréttindi.
• Meirapróf/D ökuréttindi
• Rík þjónustulund við íbúa bæjarins.
• Lipurð í mannlegum samskiptum.


Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Umsækjandi þarf að vera reiðubúinn að ganga bakvaktir skv. bakvaktarkerfi þjónustumiðstöðvar.

Umsækjandi þarf að vera með hreint sakavottorð og skila því inn þegar þess er óskað.

Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið.

Umsóknareyðublöð fyrir starfið má nálgast hér.

Senda skal umsóknir til Sigmars B. Árnasonar byggingafulltrúa á bygg@grindavik.is, skila í afgreiðslu Grindavíkurbæjar Víkurbraut 62, eða senda á póstfangið:

Grindavíkurbær
„Starfsmaður í þjónustumiðstöð"
Víkurbraut 62
240 Grindavík

Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir byggingafulltrúi í síma 420 1109.

 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum