Útboð - Íþróttamannvirki Grindavíkur

  • Stjórnsýsla
  • 28. desember 2017

Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í verkið „Íþróttamannvirki Grindavíkur"

Lauslegt yfirlit yfir verkið:

Um er að ræða viðbyggingu sem mun rísa norðan megin við núverandi íþróttahús. Byggingin mun verða 2130m2 og mun hún skiptast upp í þrjá hluta.

A. 1. hæð mun innihalda forrými sem tengir íþróttamiðstöð og tengigang við nýjan íþróttasal ásamt búningsaðstöðu, áhaldageymslu, afgreiðslurými, ræstiherbergi, stigagang og lyftu.

B. 2. hæð mun innihalda stigarými og lyftu ásamt fjölnotasal, salernisaðstöðu, lagnarými og stiga að þriðju hæð.

C. Tæknirými mun verða staðsett á þriðju hæð byggingarinnar.

Helsta uppbygging og efnisval:

Staðsteyptir sökklar og botnplata , forsteyptar samlokueiningar, gluggakerfi, staðsteyptir og gips innveggir, stáltrapiza, steinull og þakpappi í þök, léttir útveggir úr timbureiningum.

Helstu verkþættir eru:

- Jarðvinna
- Uppsetning burðarvirkis
- Lagnir og loftræsing
- Raf- og öryggiskerfi
- Innanhússfrágangur
- Uppsetning búnaðar
- Utanhúsfrágangur

Helstu stærðir íþróttarmannvirkis Grindavíkur:

- Uppbygging hæða
• 1. hæð 1608,2 m2 Brúttó 14032,6 m3
• 2. hæð 409,4 m2 Brúttó 1740,3 m3
• 3. hæð 112,5 m2 Brúttó 395,0 m3

Óskað er eftir verktökum með reynslu í sambærilegum verkum.

Upphaf verks er fimmtudagur 15. febrúar 2018

Áhugasamir sæki um útboðsgögn á netfanginu armann@grindavík.is og gefi upp nafn fyrirtækis og upplýsingar um tengilið. Gögn verða send út á rafrænu formi frá og með miðvikudeginum 3. janúar 2018.


Deildu þessari frétt

AÐRAR TILKYNNINGAR

Fréttir / 29. september 2023

Útboð vegna verkfræðihönnunar sundlaugar

Fréttir / 2. ágúst 2023

Starfsfólk óskast í heimaþjónustu

Fréttir / 15. júní 2023

Umferðaröryggistefna í kynningu

Skipulagssvið / 24. nóvember 2022

Deiliskipulag við Þorbjörn - auglýsing

Skipulagssvið / 31. maí 2022

Nýjar reglur um lóðarúthlutanir

Skipulagssvið / 13. maí 2022

Deiliskipulag fyrir Laut – auglýsing

Skipulagssvið / 2. mars 2022

Skyndilokun á köldu vatni

Fréttir / 16. febrúar 2022

Útboð: Útdraganlegir áhorfendabekkir

Fréttir / 2. desember 2021

Auglýsing um aðalskipulagsbreytingar

Höfnin / 8. nóvember 2021

Beðið eftir varahlutum

Nýjustu fréttir

Jólaboð eldri borgara úr Grindavík

  • Fréttir
  • 3. desember 2024

Móttökustöð Kölku lokuð í dag

  • Fréttir
  • 2. desember 2024

Foreldranámskeið fyrir Grindvíkinga

  • Fréttir
  • 2. desember 2024

Spjall og fræðsla í mánudagskaffi

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Alþingiskosningar 30. nóvember 2024

  • Fréttir
  • 29. nóvember 2024

Eddi í Hópsnesi í kaffispjalli í Kvikunni

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2024