452. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, mánudaginn 11. september 2017 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Ómar Davíð Ólafsson formaður, Pétur Már Benediktsson aðalmaður, Gunnar Harðarson aðalmaður, Magnús Andri Hjaltason varamaður, Andrés Óskarsson varamaður og Sigurður A Kristmundsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. 1709002 - Ægisgata 3: Breytt notkun á matshluta
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða notkun á húsnæðinu við Ægisgötu 3.
2. 1709026 - Bjarni Þór: Ósk um Þurrleigu
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið og felur hafnarstjóra að ganga frá samningum um leigu á Bjarna Þór.
3. 1706018 - Grindavíkurhöfn: Öryggismál
Tillögum frá samráðshópi vel tekið, hafnastjóra falið að vinna málið áfram með hugmyndir og útfærslur hafnarstjórnar og leggja fyrir næsta hafnarstjórnarfund.
4. 1612032 - Miðgarður, uppbygging: Verksamningur og framvinda
Hafnarstjórn felur formanni hafnarstjórnar og hafnarstjóra að óska eftir fundi með forstöðumanni Siglingasviðs Vegagerðarinnar til að fara yfir stöðu mála.
5. 1709025 - Fundargerðir: Hafnasamband Íslands 2017
Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40.