Grindvíkingar eignuðust um sjómannadagshelgina tvo Íslandsmethafa í ísbaði þegar þeir Páll Hreinn Pálsson og Algirdas Kazulis bættu gamla metið um rúmar 12 mínútur. Eru þeir félagar því óumdeildir Íslandsmeistarar í ísbaði en nokkir vaskir starfsmenn Vísis stóðu fyrir Íslandsmóti í greininni á Sjóaranum síkáta.
Gamla metið var sett á Blönduósi þann 24. maí og var 20 mínútur og 18 sekúndur. Þeir félagar Páll og Algirdas voru skikkaðir uppúr 0° köldu vatninu eftir rúman hálftíma og fóru samtímis uppúr eftir 32 mínútur og 31 sekúndu. Úrslitin í heild sinni voru:
Steinþór - 00:40,40
Eggert - 05:34,40
Valgerður - 17:09,32
Siggi - 25:10,20
Alli - 32:31,97
Palli - 32:31,97
Víkurfréttir fjölluðu um metið í Suðurnesjamagasíni sínu og má sjá innslag þeirra hér að neðan. Meðfylgjandi myndir tók Jón Steinar Sæmundsson.