Hjólreiðadeild UMFG í samvinnu við Grindavíkurbæ stóð fyrir vel heppnuðu hjólreiðamóti, svokallaðri criterium keppni, á sunnudagsmorgni Sjóarans síkáta. Hjólaður var stuttur hringur á lokaðri braut og keppt í fjórum aldursflokkum. Tæplega 30 keppendur mættu til leiks og hjóluðu í brakandi blíðu um hafnarsvæðið og nágrenni.
Að lokinni keppni fengu allir þátttakendur verðlaunapening, íþróttadrykk og fisk og franskar frá Issa. Keppnin var í alla staði vel lukkuð og keppendur ánægðir með brautina. Eru allar líkur á að þarna sé kominn atburður sem verður fastur liður á Sjóaranum síkáta um ókomin ár.
Úrslit mótsins í heild má sjá á timataka.net
Verðlaunahafar:
Stelpur 13-15 ára: Helga Lísa Kvaran, 3. sæti, Bergdís Eva Sveinsdóttir, 1. sæti, og Birta Hlín Birgisdóttir, 3. sæti.
Strákar 13-15 ára: Jóhann Dagur Bjarnason, 1. sæti.
Stelpur 10-12 ára: Dís Bjarnadóttir, 3. sæti, Anna Valgerður Káradóttir, 1. sæti, og Sól Snorradóttir, 2. sæti.
Strákar 10-12 ára: Jón Breki Einarsson, 3. sæti, Alexander Björnsson, 1. sæti, og Darri Freyr Þórðarson, 2. sæti.
Strákar 16-18 ára: Dagur Eggertsson, 2. sæti, Agnar Örn Sigurðarson, 1. sæti, og Guðni Freyr Arnarsson, 2. sæti.