Otti Sigmarsson kjörinn í stjórn Landsbjargar

 • Fréttir
 • 22. maí 2017

Landsþings Slysavarnarfélagsins Landsbjargar var haldið á Akureyri um helgina en þar eignuðust Grindvíkingar fulltrúa í stjórn. Otti Rafn Sigmarsson var kjörinn í níu manna stjórn félagsins og varð fjórði í kjörinu og hlaut 74% atkvæða, en alls voru 14 í framboði. Fulltrúar björgunarsveita og slysavarnardeila af öllu landinu kjósa stjórnina og er kosið til tveggja ára í senn. Alls voru um 600 félagar í Slysavarnarfélaginu Landsbjörg á Akureyri um helgina. 

Otti hefur um árabil verið öflugur liðsmaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og hefur undanfarin ár verið umsjónarmaður unglingadeildarinnar Hafbjargar og þá er hann einnig varaformaður björgunarsveitarinnar. Þá má ekki gleyma því að Otti var valinn Grindavíkur ársins 2013!

Otti þakkaði fyrir sig á Facebook á laugardaginn:

Kæru vinir!

Í dag var ég kjörinn í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar til næstu tveggja ára. Það er virkilega stór og mikill áfangi í mínu lífi því núna get ég enn frekar unnið í þeim málefnum sem mér eru hugleikin. Að fá tækifæri til þess að leiða þetta 18.000 manna félag er dýrmætt en á sama tíma mikil ábyrgð og er ég ótrúlega þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn, ég mun ekki bregðast!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 8. október 2021

Orlofshús VLFGRV um jól og áramót 2021

Fréttir / 7. október 2021

Geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Tónlistaskólafréttir / 5. október 2021

Er tónlistarnám áhugamál, tómstund eđa menntun?

Fréttir / 1. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

Fréttir / 21. september 2021

Starf slökkviliđsstjóra laust til umsóknar

Fréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Nýjustu fréttir

Farandsirkus í Kvikunni

 • Fréttir
 • 16. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

 • Fréttir
 • 15. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 14. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

 • Grunnskólafréttir
 • 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021

 • Fréttir
 • 12. október 2021

Gestir Vestnorden heimsóttu Grindavík

 • Fréttir
 • 8. október 2021

Keli og strákarnir á Októberfest

 • Fréttir
 • 8. október 2021