Sala og afhending árskorta í fullum gangi

  • Knattspyrna
  • 3. maí 2017

Knattspyrnuvertíðin er hafin og í kvöld, miðvikudag, er fyrsti heimaleikur meistaraflokks kvenna þegar Haukar koma í heimsókn. Sala árskorta er hafin og verða kortin seld og afhent í gula húsinu. Sala árskorta heldur svo áfram næstu daga á sama stað. Grindavík á nú lið bæði í efstu deild karla og kvenna og gildir árskortið á alla heimaleiki hjá báðum liðum í Pepsideild, samtals 20 leiki.

Árskortin hjá knattspyrnudeild verða jafnframt fríðindakort. T.d. fá korthafar 15% afslátt af veitingum á Salthúsinu, auk 30% afsláttar af drykkjum á leikdögum. Aðalbraut býður árskortahöfum upp á 2 fyrir 1 tilboð á ís á leikdögum. Frekari fríðindi og samstarfsaðilar verða kynntir á heimasíðu UMFG á næstu dögum.

Í sumar verður frítt á völlinn fyrir 16 ára og yngri. Heimaleikir okkar Grindvíkinga verða því sannkölluð fjölskylduskemmtun.

Árskort kostar aðeins 12.000 kr. og hjónakort aðeins 18.000 kr. Kaupendur árskorta geta valið um að greiða fyrir kortin í 1, 2 eða 3 greiðslum.

Áfram Grindavík!

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 11. september 2024

Heitavatnslaust suđaustast í Grindavík

Fréttir / 8. september 2024

8. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 16. ágúst 2024

6. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. ágúst 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 14. ágúst 2024

Stuđningur viđ fyrirtćki enn í bođi

Fréttir / 13. ágúst 2024

Atvinnulífiđ af stađ eftir sumarfrí

Fréttir / 12. ágúst 2024

Vel sótt námskeiđ hjá Dale Carnegie