Codland Vinnuskólinn kryddar sumariđ

  • Fréttir
  • 2. nóvember 2016

Dagana 18. júlí til og með 21. júlí var starfræktur Vinnuskóli Codland í samstarfi við Grindavíkurbæ. Markmið skólans að þessu sinni var að kynna ungmennum Grindavíkur, fæddum 2001 og 2002, starfsemi á Reykjanessvæðinu tengda sjávarútvegi. Farið var með hópinn í heimsókn til fyrirtækja í kringum Grindavík og starfsemi þeirra kynnt. 

Við upphaf námskeiðisins var nemendum skipt niður í hópa sem vann saman að hópeflis æfingum fyrstu daga vinnuskólans. Á lokadegi skólans áttu hóparnir að nýta sér það sem þeir höfðu lært auk staðarþekkingar sinnar til að finna upp og búa til vöru úr sjávartengdu hráefni sem þau teldu að gæti selst í búðum. Hópurinn sem stóð sig best fékk síðan verðlaun. 

18. júlí
Fyrsti dagur fór rólega á stað þar sem nemendur fengu að kynnast starfsemi Codlands og hvað Codland stæði fyrir. Einnig var farið yfir helstu hluti sjávarútvegsins og vikan kynnt.
Síðan var haldið út á Reykjanes í fyrstu fyrirtækjaheimsóknina þar sem Haustak var skoðað. Nemendur fengu ítarlega kynningu á starfsemi Haustaks og voru þau mis hrifin af lyktinni sem skapast við þurrkun á sjávarafurðum. Á bakaleiðinni var komið við á Reykjanesvita og Gunnuhver skoðaður.

19. júlí
Byrjunin á hverjum degi fór í hópeflisleiki t.d. spurningakeppni um Kvikuna, hæfni í að raða upp M&M með röri, kastkeppni með rangri hendi og fleira.
Á þessum degi var haldið í ferð í Þekkingarsetrið í Sandgerði þar sem nemendur fengu að kynnast og fengu ítarlega fræðslu um starfsemina þar ásamt því sjá og fá að snerta ýmsar sjávarlífverur. Ferðin gekk í alla staði vel og mjög áhugavert að skoða Þekkingarsetrið.20. júlí
Farið var í fyrirtækjaheimsóknir sem voru innan seilingar í Grindavík. Byrjað var að fara á skrifstofur Þorbjarnar og þar fékk hópurinn að kynnast grunnstarfsemi félagsins og hvernig varan fer frá því að vera veidd, yfir í pakkningar, hvert hún er flutt og hvernig markaðurinn er.

Síðan var haldið í Veiðarfæraþjónustuna þar sem farið var yfir hvernig veiðafæri verða til, að hverju þarf að huga og hvernig starfseminni þar er háttað.

Að lokum var farið í Íslandsbleikju þar sem nemendur fengu að kynnast starfsemi félagsins, sjá framleiðslulínu og hvernig fiskur fer fyrst inn í framleiðslubandið og endar í pakkningum sem eru tilbúnar í sendingar, t.d. til þeirra stærsta markaðssvæðis sem er í Belgíu.

Margar skemmtilegar spurningar vöknuðu og var mjög áhugavert að skoða starfsemi þessara fyrirtækja. Kom það sér einnig vel fyrir nemendur þar sem næst var verkefnið sem þau áttu að leysa kynnt. Nemendur áttu að finna upp vöru með sjávartengdu hráefni. Síðan búa þessa vöru til, útlista hvað var í henni og á hvaða markað þau ætluð að sækja með hana. Einnig þurftu þau að búa til kynningu og kynna vöruna fyrir öðrum nemendum og leiðbeinendum skólans.

21. júlí
Dagurinn hófst á ferð í ferskfiskvinnslu Þorbjarnar. Þar var farið yfir þá vinnslu sem tengist ferskum fiski og sá hópurinn hvernig hann var unnin í pakkningar sem voru tilbúnar til að senda með flugi um hádegi.

Að þessari heimsókn lokinni fengu nemendur tækifæri til að klára verkefnið sitt og undirbúa kynningu. Sigurvegarinn í þessu verkefni var hópur sem kom fram með hugmynd um orkudrykk sem heitir „Ocean Energy"

Að lokum skelltum hópurinn sem saman í pizzaveislu hjá Papas. Í heildina var þetta gríðarlega skemmtilega vika sem heppnaðist mjög vel með skemmtilegum nemendum þar sem áhuginn óx með hverjum deginum.

 

Greinin birtist áður í 2. tbl. Járngerðar 2016


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. júní 2024

Sálfrćđiţjónusta fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 22. júní 2024

5. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 15. júní 2024

4. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 5. júní 2024

Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“