Grindavík eitt af best reknu sveitarfélögum landsins - engin veikleikamerki í rekstri

  • Fréttir
  • 27. september 2016

Í skýrslu greiningardeildar Arion banka sem kynnt var á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna fyrir helgi kom fram að Grindavík væri eitt af aðeins tveimur sveitarfélögum á landinu sem hafði engin veikleikamerki skráð á sig fyrir árið 2015. Þessi tíðindi þurfa ekki að koma neinum á óvart enda hefur rekstur bæjarfélagsins verið tekinn mjög traustum höndum frá árinu 2010.

Árið 2010 setti bæjarstjórn Grindavíkur sér skýr markmið fyrir rekstur næstu ára sem voru á þessa leið:

- Árið 2011: Enginn rekstarhalli en heimilt að nýta vaxtatekjur til rekstrar
- Árið 2012: Enginn rekstrarhalli en heimilt að nýta 50% af vaxtatekjum í rekstur
- Árið 2013: Rekstur fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði jákvæð. Engar vaxtatekjur verði nýttar til rekstar.
- Árið 2014: Rekstur fyrir fjármagnsliði og afskriftir verði amk 15% af tekjum

Með markvissri og þrautlausri vinnu bæjarstjórnar sem og starfsmanna bæjarins náðust þessi markmið og hefur reksturinn verið afar jákvæður undanfarin ár. Þannig varð rekstrarafgangur uppá 216 milljónir árið 2015 og 195 milljónir árið 2014. Samhliða þessum mikla rekstrarafangi hafa skuldir verið greiddar mjög markvisst niður en Grindvíkingar eru aðeins að greiða 4.000 krónur á íbúa af langtímaskuldum meðan að landsmeðaltalið er 106.000 kr. 

Þessar jákvæðu breytingar endurspeglast svo í lista Vísbendingar yfir draumasveitarfélög á Íslandi þar sem að Grindavík var hástökkvari síðasta árs og er nú í 3. sæti.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 22. febrúar 2024

Frá bćjarstjórn. In English below.

Fréttir / 16. febrúar 2024

Frá Fannari bćjarstjóra

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íbúafundur 19. febrúar frá 17-19

Fréttir / 15. febrúar 2024

Íţróttafólk Grindavíkur 2023 verđlaunađ

Fréttir / 14. febrúar 2024

Skipulag fyrir fimmtudaginn 15. febrúar

Fréttir / 12. febrúar 2024

Hćgt ađ sćkja um íbúđir hjá Bríeti

Fréttir / 14. febrúar 2024

Pistill bćjarstjórnar 14. febrúar