Hátíđardagskrá á 17. júní viđ íţróttamiđstöđina

 • Fréttir
 • 14. júní 2016

Hátíðarhöld í Grindavík á 17. júní verða þetta árið á torginu við íþróttamiðstöðina, en ekki við Kvikuna eins og var ranglega prentað í dagskrána. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum og ítrekum að hátíðardagskráin verður við íþróttamiðstöðina. Dagskrána má sjá í heild sinni hér að neðan:

Hátíðarhöld 17. júní 2016 í Grindavík

Kl.08:00 Fánar dregnir að húni.
Kl.10:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grindavíkurkirkju.
17. júní Hátíðarmessa kl 10:00 Ræðumaður: Páll Valur Björnsson alþingismaður.
Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn. Stjórnandi: Bjartur Logi Guðnason. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar fyrir altari. Boðið upp á kaffiveitingar eftir messu.

Kl. 11:00 Æfing þátttakenda fyrir söngvakeppnina á 17. júní í Kvennó. Skráning á staðnum.

Kl.13:30 Karamelluregn á Landsbankatúninu.
Kl.13:45 Fánareið hestamannafélagsins Brimfaxa. Skrúðganga frá Landsbankatúninu að íþróttahúsinu.

Kl.14:00-16:00 Skemmtidagskrá við íþróttahúsið
• Kynnir: Siggeir Fannar Ævarsson
Setning: Nökkvi Már Nökkvason, fulltrúi í ungmennaráði, flytur ávarp
• Ávarp fjallkonu: Margrét Rut Reynisdóttir
• Söngvaborg með Siggu Beinteins, Maríu og Björgvin Franz skemmta.

• Kl. 15:00 • Söngvakeppni 14 ára og yngri.

Æfing verður haldin að morgni kl. 11:00 í Kvennó, skráning á staðnum. Vinsamlegast mætið með undirspil á USB lykli eða í síma, einnig er hægt að nota karokíútgáfur á Youtube sem hægt er að spila af netinu á staðnum.
Umsjón keppninnar: Sigga Beinteins og María í Söngvaborg.
• Hoppukastalar á hátíðarsvæðinu.
• Arctic Horses leyfa börnum að fara á hestbak við íþróttahúsið frá kl. 14:30-16:30.
• Slysavarnarsveitin Þórkatla með sölu á ýmsu góðgæti, blöðrum og fánum.

Kl. 16:00-19:00 Lasertag
Frábær leikur sem hentar öllum hópum, konum og körlum á öllum aldri.
Aðgangur ókeypis.
Staðsetning: Inni í íþróttahúsi.

Kl. 20:00 Strandblakmót
Mót fyrir unglinga á öllum aldri á nýja strandblakvellinum í Ungmennagarðinum. Tónlist og fjör. Skráning á staðnum. Umsjón: Jóhann Árni frístundaleiðbeinandi. Verðlaun: Pizzuveisla á Papas.
Hægt að grilla á staðnum.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 8. október 2021

Orlofshús VLFGRV um jól og áramót 2021

Fréttir / 7. október 2021

Geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Tónlistaskólafréttir / 5. október 2021

Er tónlistarnám áhugamál, tómstund eđa menntun?

Fréttir / 1. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

Fréttir / 21. september 2021

Starf slökkviliđsstjóra laust til umsóknar

Fréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Nýjustu fréttir

Farandsirkus í Kvikunni

 • Fréttir
 • 16. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

 • Fréttir
 • 15. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 14. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

 • Grunnskólafréttir
 • 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021

 • Fréttir
 • 12. október 2021

Gestir Vestnorden heimsóttu Grindavík

 • Fréttir
 • 8. október 2021

Keli og strákarnir á Októberfest

 • Fréttir
 • 8. október 2021