Eftir glæsilegra sigra í fótboltanum hjá körlunum og körlunum og magnaða rokktónleika er komið að því: SJÓARINN SÍKÁTI hefst formlega í dag þar sem hápunkturinn er brygguballið með Páli Óskari, Ingó Veðurguð, Friðriki Dór, Jónissyni, Ellerti og fleiri snillingum.
Söguratleikur Grindavíkur 2016 sem byggir á heimildum um Tyrkjaránið. Tyrkjaránið í Grindavík 1627, þegar 12 Íslendingum, þar af helmingur Grindvíkingar og þremur Dönum var rænt í Grindavík, auk áhafnar á kaupfari utan við víkina. Sýnilegar minjar og sögur um atburðinn eru viðfangsefni ratleiksins. Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf að færa inn á lausnarblaðið og skila því í Kvikuna ekki síðar en 24. júní. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í Jónsmessugöngunni á Þorbirni 25. júní. Vinningar: Gjafabréf í Bláa Lónið og þriggja rétta máltíð á Lava Restaurant. Sjá nánar á bls. 11.
Kl. 06:00 - 20:10 Opnunartími Sundlaugar Grindavíkur
Kl. 10:00 - 24:00 Kvikan, auðlinda- og menningarhús - Hafnargötgu 12A. Opið á Saltfisksýninguna, jarðorkusýninguna og Guðbergsstofu.
Kl. 12:00-18:00 Blómakot: 15% afsláttur af kertum og servéttum. Hlutavelta, engin 0.
Kl. 12:00 Sjómannastofan Vör: Hádegishlaðborð. Súpa, salatbar og fiskur dagsins.
Kl. 12:00 Kanturinn: Brakandi ljúffeng humarsúpa, klúbb samlokur og börgerar, kaldur á Kantinum.
Kl. 13:00-17:00. VIGT Hafnargata 11. Verslun og vinnustofa opin.
Kl. 13:00 - 22:00 „Paintball" og „Lazertag" á Landsbankatúninu. Aðgangseyrir.
18:00 Götugrill um allan bæ.
Grindavíkurbæ hefur verið skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert þeirra hefur sinn lit og sitt þema. Bæjarbúar eru hvattir til þess að skreyta göturnar í sínum litum og slá saman í götugrill sem liðsstjórar hverfanna sjá um að skipa.
Svona er bænum skipt upp:
Appelsínugula hverfið (bátar)
Austurvegur, Þórkötlustaðahverfi, Stamphólsvegur, Hópsbraut, Vesturhóp, Austurhóp, Miðhóp, Suðurhóp, Norðurhóp, Víðigerði, Efrahóp.
Bláa hverfið (krabbar)
Túngata, Víkurbraut neðan pósthúss, Marargata, Garðsvegur, Mánagata, Verbraut, Ránargata, Kirkjustígur, Mánasund, Vesturbraut, Mánagerði, Hellubraut, Dalbraut, Sunnubraut, Laut.
Græna hverfið (saltfiskur)
Heiðarhraun, Víkurbraut ofan pósthúss, Hvassahraun, Staðarvör, Staðarhraun, Norðurvör,
Borgarhraun, Suðurvör, Arnarhraun, Fornavör, Skólabraut, Leynisbraut, Ásabraut, Leynisbrún, Hraunbraut.
Rauða hverfið (fiskar)
Skipastígur, Árnastígur, Vigdísarvelli, Glæsivellir, Ásvellir, Sólvellir, Blómsturvellir, Iðavellir,
Höskuldarvellir, Hólavellir, Litluvellir, Selsvellir, Baðsvellir,
Efstahraun, Gerðavellir.
20:00 Litaskrúðganga úr hverfunum fjórum að hátíðarsvæðinu við Hafnargötu. Mæting í gönguna ekki seinna en 19:45.
Gangan leggur af stað kl. 20:00.
Appelsínugula hverfið leggur af stað frá 50+ blokkinni á gatnamótum Suðurhópsbrautar og Stamphólsvegar (gengur niður Stamphólsveg að kirkjunni og út á Ránargötu).
Rauða hverfið leggur af stað frá Hérastubbi bakara (gengur Gerðavelli og suður Víkurbraut að
Ránargötu).
Græna hverfið leggur af stað frá gatnamótum Leynisbrautar og Staðarhrauns (gengur upp Heiðarhraun og að Ránargötu).
Bláa hverfið leggur af stað frá Kvennó (gengur norður Víkurbraut að Ránargötu).
Öll hverfin ganga svo niður Ránargötuna að hátíðarsvæðinu í þessari röð:
(1)Rauðir, (2) Grænir, (3) Bláir og (4) Appelsínugulir
Kvölddagskrá: Bryggjuball á hátíðarsvæðinu við Kvikuna.
Slysavarnardeildin Þórkatla: Í sölugámi á hátíðarsvæði verð-ur candy-flos, blöðrur og ýmislegt góðgæti til sölu, í Kvikunni verður til sölu kaffi, heitt kakó ásamt köku og heitum vöfflum.
Leiktæki á hátíðarsvæðinu.
Dagskrá á hátíðarsviði á Bryggjuballi:
• Ingó Veðurguð með brekkusöng þar sem allir taka undir.
• „Trúbadorar" úr hverju hverfi taka lagið.
Reiptog hverfanna
• Páll Óskar Hjálmtýsson ásamt dönsurum.
• Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór ásamt hljómsveit.
• Ellert úr The Voice ásamt hljómsveitinni Von.
Aðal-braut: Opið til kl. 05:00 um morguninn. Grillið opið allan tímann.
Söluturninn: Opið alla nóttina.
Kl. 22:00 Bryggjan-kaffihús: Bubbi og Vignir (Guðbrandur Einarsson og Vignir Bergmann) leika lifandi tónlist fyrir gesti.
Kl. 23:00 Kanturinn. Úlfur Úlfur með tónleika fram á rauða nótt (aðgangseyrir).
Kl. 00:00 Salthúsið: Eldhúsið opið frá kl. 11.30-22:00. Diskó frá miðnætti. Ókeypis aðgangur.
Kl. 00:00 Papa‘s Barinn: Dúbilló spilar eftir bryggjuballið og eldhúsið opið fram á nótt