Ungmennafélag Grindavíkur (UMFG) var stofnað 3. febrúar 1935 en hét þá Íþróttafélag Grindavíkur en var breytt í UMFG 1963 eftir að hafa legið í dvala um hríð. Malarvöllurinn, þar sem nú er aðalvöllur félagsins, var tekinn í notkun 1948. Knattspyrnulið UMFG tók fyrst þátt í deildarkeppni 1969 og vann sér fyrst sæti í úrvalsdeild 1994 og lék sama ár til úrslita um bikarmeistaratitilinn. UMFG hefur leikið í efstu deild síðan þá, ef undan er skilið 2007. Bylting varð haustið 2008 þegar opnað var nýtt fjölnota knattspyrnuhús. Saga körfuboltans í Grindavík hófst 1957 en körfuknattleiksdeildin var stofnuð 1974. Heimaleikir UMFG voru í fyrstu spilaðir í Njarðvík en bylting varð með nýju íþróttahúsi 1985. UMFG hefur unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í karlaflokki og einn í kvennaflokki auk fjölda bikarmeistaratitla. Í UMFG eru nú nú starfandi sex deildir: Knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, júdódeild, sunddeild, fimleikadeild og taekwondodeild. Einnig tóku nýlega til starfa tvær nefndir, skák- og hjólareiðanefnd.
Aðalstjórn UMFG 2017-2018:
Sigurður Enoksson, formaður - umfg@simnet.is
Rúnar Sigurjónsson, meðstjórnandi - runars@simnet.is
Kjartan Adolfsson, gjaldkeri - kjartan@grindavik.is
Bjarni Már Svavarsson, meðstjórnandi - bjarni@umfg.is
Guðmundur Bragason, varaformaður - gb@sonar.is
Nánari upplýsingar um einstaka deildir eru á heimasíðu félagsins, www.umfg.is
Netfang UMFG er umfg@umfg.is