Bekkjarsáttmáli
Nemendur hvers bekkjar gera bekkjarsáttmála um það hvernig þeir vilja haga samskiptum sínum og vinnu í skólanum. Bekkjarsáttmálar eru byggðir á Uppbyggingarstefnunni og eru skriflegir og undirritaðir af öllum nemendum bekkjarins. Þeir eru teknir til umræðu og endurskoðunar að minnsta kosti einu sinni yfir veturinn eða oftar ef þurfa þykir.