Bekkjarfundir

  • Grunnskólinn
  • 27. apríl 2018

Bekkjarfundir

Misjafnt er hversu oft bekkjarfundir eru haldnir og hversu lengi þeir vara. Lengd fundarins fer eftir aldri nemenda og tíðni funda. Fundirnir eru frá 15 mínútum upp í 45 mínútur. Ákveðnar reglur gilda á fundum og fara þarf reglulega yfir það til hvers er ætlast af nemendum. Fyrsta skrefið í að skipuleggja bekkjarfundi er að ákveða hvaða málefni skulu vera á dagskrá. Umræðuefni skulu vera viðeigandi og áhugaverð fyrir nemendur. Hafi árekstrar orðið á leikvelli væri til dæmis hægt að ræða samskipti á leikvöllum. Markmið fundarins væri að aðstoða nemendur við að ræða um ólíkar leiðir í samskiptum og leita lausna á ábyrgan hátt. Hlutverk kennarans í þessu ferli er að vera leiðbeinandi, þ.e. beina hópnum rétta leið. Kennara er hvorki ætlað að vera yfirmaður hópsins né sérfræðingur í því máli sem til umræðu er. Honum er ætlað að vaka yfir umræðunni, gæta þess að öll sjónarmið fái að njóta sín.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR