Fulltrúar ungmennaráđs á ráđstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli

  • Ungmennaráđ
  • 22. febrúar 2016

Fulltrúar úr nýju ungmennaráði Grindavíkurbæjar ásamt sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs tóku þátt í ráðstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli, síðasta fimmtudag á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnan var hugsuð fyrir þá sem standa að baki ungmennaráðum sveitarfélaga og frjálsra félagasamtaka auk fulltrúa ungmennaráðanna sjálfra.

Ráðstefnan var afar fróðlegt og skemmtileg. Skoðuð var hugmyndafræðin á bakvið ungmennaráð, kynnt til leiks verkfæri sem ungmennaráð geta nýtt í starfi sínu ásamt því að ungmennaráð sem hafa náð góðum árangri með að virkja ungt fólk til þátttöku og áhrifa munu kynna störf sín.

Árið 2016 verða ungmennaráð og þátttaka ungs fólks í brennidepli hjá Evrópu unga fólksins og er þessi ráðstefna fyrsti hluti af árs löngu verkefni. Það verkefni mun innihalda tvær ráðstefnur um málefni ungmennaráða, fjölþjóðlegt námskeið og námsferðir erlendis til að sækja þekkingu á starfsemi ungmennaráða og möguleikum til að auka áhrif ungs fólks með því að virkja það til þátttöku.

Evrópa unga fólksins í samstarfi við Samband Íslenskra sveitarfélaga, SAMFÉS, Umboðsmann barna og Ungmennafélag Íslands stóðu að ráðstefnunni.

Mynd. Fulltrúar Grindavíkur á ráðstefnunni Skipta raddir ungs fólks máli. Frá vinstri: Þorsteinn Gunnarsson sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og fulltrúar ungmennráðs þær Karín Óla Eiríksdóttir, Margrét Fríða Hjálmarsdóttir og Belinda Berg Jónsdóttir.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. júlí 2024

Grindavíkurvegur opinn ađ hluta

Fréttir / 24. júní 2024

Landađ í blíđskaparveđri í Grindavík

Fréttir / 21. júní 2024

Sumarhátíđ Leikskólans Lautar

Fréttir / 18. júní 2024

Ţjónustuteymi Grindavíkur

Fréttir / 31. maí 2024

Fjölskyldutónleikar Sjóarans síkáta

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“