Fjölgun dagforeldra í farvatninu

  • Fréttir
  • 18. febrúar 2016

Grindvíkingum hefur fjölgað ört undanfarin misseri. Í janúarbyrjun 2015 rufum við 3000 íbúa múrinn en síðan þá hafa 140 íbúar til viðbótar bæst í hópinn. Svona hröð íbúafjölgun skapar eðlilega þrýsting á grunnþjónustuna, en þörfina fyrir leikskóla- og dagforeldrarými er erfitt að meta fram í tímann í svo örri íbúaþróun. Grindavíkurbær vinnur hörðum höndum að því að koma til móts við þarfir foreldra ungra barna í bæjarfélaginu, enda hefur ánægja með þjónustu fyrir barnafjölskyldur mælst mikil í könnunum Gallup. Það er metnaður Grindavíkurbæjar að svo verði áfram.

Niðurgreiðslur til foreldra vegna daggæslu hafa verið hækkaðar og þá var sú breyting gerð síðastliðið vor að niðurgreiðslur til foreldra barna 18 mánaða og eldri hækkuðu og þurfa foreldrar þá aðeins að greiða jafnhátt mánaðargjald og greitt er á leikskóla meðan beðið er eftir plássi á leikskóla. Var þetta gert til að bregðast við stækkandi biðlistum á leikskóla bæjarins. Í október 2015 stækkaði leikskólinn Laut þegar 5. deildin bættist við fyrir yngstu nemendur. Þar urðu til 16 ný rými sem fylltust hratt. Í dag eru um 220 leikskólarými í Grindavík.

Vöntun á dagforeldrarýmum hefur orðið mjög áþreifanleg síðastliðna mánuði og biðlistar orðið til þar einnig. Er skemmst frá því að segja að þrjár dagmæður hafa sótt um starfsleyfi á undanförnum vikum. Sú fyrsta er komin með leyfi og tekur til starfa núna 1. mars og hinar tvær eru langt komnar með sitt umsóknarferli og munu taka til starfa á næstunni.

Þrátt fyrir þessar úrbætur og mikla fjölgun rýma, bæði hjá dagforeldrum og á leikskólum bæjarsins, er fyrirsjáanlegt að þær muni ekki anna þörfinni ef íbúaþróun verður áfram jafn hröð. Nýr leikskóli er á deiliskipulagi við Hópsbraut en núverandi áætlanir gera ekki ráð fyrir framkvæmdum við hann fyrr en eftir 2020. Með vaxandi fjölgun íbúa og barna í bæjarfélaginu má þó gera ráð fyrir að endurmeta þurfi þær áætlanir.

Það er metnaður Grindavíkur að veita barnafjölskyldum fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum og endurspegla þessar aðgerðir þann metnað.

 

Myndin tengist fréttinni ekki beint en hún var tekin þegar Heilsuleikskólinn Krókur fagnaði 15 ára afmæli sínu á dögunum


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum