Ţjónustukönnun sveitarfélagana kom vel út fyrir Grindavíkurbć

  • Fréttir
  • 17. febrúar 2016

Annað árið í röð var Grindavíkurbær meðal þátttakenda í þjónustukönnun sveitarfélaga sem Capacent Gallup vinnur meðal 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Heilt á litið eru niðurstöður okkar jákvæðar. Þegar litið er til þjónustu sveitarfélagsins í heildina fer Grindavíkurbær upp um 7 sæti, en einkunnin var 0,1 undir meðaltali 2014 en er 0,2 fyrir ofan meðaltal 2015. Grindavík hækkar í röðun miðað við önnur sveitarfélög í níu tilfellum af þrettán, og sitjum við í efstu sætum í nokkrum flokkum. Má þar nefna ánægju með sveitarfélagið sem stað til að búa á, aðstöðu til íþróttaiðkunnar, þjónustu við barnafjölskyldur og þjónustu leikskóla.

Samanburð við önnur sveitarfélög í heild má sjá hér að neðan, og eins og sést á myndinni kemur Grindavík mjög vel út í flestum þáttum. Aðeins mældist marktæk breyting til hins verra í einum þætti hjá okkur í ár en það er þjónusta við eldri borgara.

Á dagskrá er íbúafundur um málefni eldri borgara þar sem kallað verður eftir umræðu um málefni þeirra sem og hugmyndum að úrbótum.

Samanburður við önnur sveitarfélög er áhugaverður og gaman að sjá Grindavík stökkva upp um mörg sæti í nokkrum flokkum. Þannig erum við með hæsta skor þegar kemur að ánægju með framboð á atvinnu í sveitarfélaginu og stökkvum upp um sex sæti þegar spurt er "Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með sveitarfélagið sem stað til að búa á?" Mikil ánægja er einnig með þjónustu við barnafjölskyldur og hækkum við okkur þar um eitt sæti frá því í fyrra og erum nú í 3. sæti.

Þeir tveir þættir sem verst komu út í þessari könnun voru eins og áður sagði málefni eldri borgara sem og hversu vel eða illa fólki finnst starfsfólk bæjarsins hafa unnið úr erindum þess. Það er metnaður sveitarfélagsins að veita afburðaþjónustu í hvívetna og er nú í skoðun hvar mögulegir flöskuhálsar geta myndast í kerfinu og hvernig má bæta hraða og skilvirkni þjónustu starfsmanna Grindavíkurbæjar við íbúa þess.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 17. apríl 2025

Opnunartími sundlaugarinnar um páskana

Fréttir / 16. apríl 2025

Ţurfum ađ fá heimild til ađ gista heima

Fréttir / 16. apríl 2025

„Viđ förum aftur heim“

Fréttir / 11. apríl 2025

Ný stuđningsúrrćđi fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 4. apríl 2025

Gefđu von

Fréttir / 1. apríl 2025

Eldgos hafiđ rétt norđur af Grindavík