Unniđ ađ deiliskipulagi fyrir Brimketil

  • Fréttir
  • 22. desember 2015

Nú er unnið að deiliskipulagi fyrir Brimketil og svæðið þar í kring en það er unnið fyrir Reykjanes Geopark. Tilgangur verkefnisins er að vinna skipulag fyrir hverfisverndarsvæði Brimketils þar sem lögð er áhersla á bætt og öruggara aðgengi og aukið verði gildi svæðisins til útivistar. Í leiðinni er verið að stýra umferð og vernda svæðið fyrir auknum ágangi.

Megin markmið með deiliskipulagsáætluninni er að skilgreina aðkomu að svæðinu, skilgreina áningastaði og bílastæði, bæta aðstöðu til útivistar á svæðinu í heild og upplýsingamiðlun um svæðið t.d. um þátt sjávar í landmótun. Áninga- og útsýnisstaðir sem og stígagerð verði aðlagað landi eins og kostur er til að minnka sjónræn áhrif.

Brimketill er ketill í berginu við ströndina sem myndast hefur í stöðugum öldugangi þegar brimið lemur bergið og hefur myndað stóran ketil í áranna rás. Ennfremur eru á svæðinu litlar víkur þar sem brimið er oft mjög mikilfenglegt á að líta. 
Svæðið er skilgreint sem hverfisverndarsvæði í gildandi aðalskipulagi Grindavíkurbæjar 2010-2030. Ekki er vita um neinar minjar innan deiluskiplagssvæðisins en fyrir liggur fornleifaskráning unnin af Fornleifastofnun Íslands.

Gert er ráð fyrir 20 megin bílastæðum og 2 rútustæðum. Svæðið sem fer undir bílastæði er þegar raskað og er ekkert farið út fyrir raskað svæði. Áningarstaður er staðsettur við bílastæði, við upphaf gönguleiðar. Á svæðinu verða staðsett-ir bekkir og upplýsingar um svæðið.

Útsýnispallar eru á þrem stöðum á svæðinu. Stærsti pallurinn skal vera suður af Brimkatli og slútir fram yfir klettabrún að hluta til svo auðvelt sé að horfa á Brimketil og annan minni ketil sem er í mótun. Pallur er um 25 fermetrar og með öryggishandriði. Tveir smærri pallar skulu koma á svæðið. 

Sem stendur er Brimketill illa merktur, upplýsingar litlar og aðgengi er mjög ábótavant. Ákveðin hætta getur skapast þegar fólk reynir að nálgast hann og þá sér í lagi að vetri til. Með því að stýra umferð gesta um svæðið verður hægt að draga verulega úr þessari hættu.

Greinin birtist fyrst í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!