Ýmislegt brallađ í Ţrumunni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 21. desember 2015

Ýmislegt er brallað í félagsmiðstöðinni Þrumunni þessa dagana. Þruman er auðvitað opin á skólatíma og þá er aðsókn ávallt mjög góð. Á daginn og kvöldin er ýmislegt um að vera. Á dögunum var t.d. svokallað Tie-Dye kvöld fyrir 8.-10. bekk sem er ótrúlega skemmtileg aðferð til þess að gefa gömlum eða nýjum fötum nýtt líf.

Nemendurnir komu með boli, kjóla, nærbol eða koddaver og var hugmyndaflugið látið ráða. Óhætt er að segja að útkoman hafi verið frábær og gaman að sjá hversu sköpunargleðin fékk að njóta sín í Þrumunni.

Böllin hafa að sjálfsögðu verið á sínum stað og aðsókn verið góð. Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar er fjölbreytt. Á meðal þess sem nemendur í 5.-7. bekk hafa gert var að bregða sér í hlutverk pizzugerðarmeistara en þau fengu að spreyta sig á pizzubakstri á dögunum. Aðsóknin var slík að tvískipta þurfti hópnum.

Þá komu komu fyrrverandi fíklar og sögðu sögu sína fyrir elstu krakkana og var það áhrifarík heimsókn. 
Þá hafa opnu húsin verið vinsæl. Í haust var boðið upp á Gaman saman fyrir 3.-4. bekk í Þrumunni. Aðsóknin var frábær.
Einnig var prófað að hafa opið hús fyrir 16-18 ára á fimmtudagskvöldum í haust en aðsókn var engin og þess vegna var þessu hætt.

Helstu viðburðir sem framundan eru á vorönn Þrumunnar:
• Jólaball 18. des.
• Hæfileikakeppni Samsuð 22. janúar.
• Undankeppni v/ söngkeppni í janúar.
• SamFestingurinn 2015 í Laugardalshöllinni fös. 4. mars
• Söngkeppni Samfés í Laugardalshöllinni lau. 5. mars
• Árshátíð 15. mars
• Lokaball Þrumunnar í apríl/maí
• Lokaball Samsuð í maí

Greinin birtist fyrst í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar.

Brugðið á leik.

Pósað fyrir mynd á opnunarblalinu.

Fjör á opnunarballinu.

Oft er þröngt á þingi í Þrumunni.

Spilasalurinn er vinsæll. Hér er 4. bekkur í heimsókn.

Hrekkjarvökufjör.

Bíósalurinn nýtur mikilla vinsælda.

Það þarf líka að vinna í sjoppunni á böllunum.

DJ Egill að spila, fjör á dansgólfinu.

Hér sé stuð.

Dansinn stiginn, allir í takt.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun