Krókur fékk gćđaverđlaun Erasmus+ menntaáćtlunar ESB

  • Fréttir
  • 11. desember 2015

Heilsuleikskólinn Krókur fékk í gær glæsilega viðurkenningu fyrir verkefnið Hvað finnum við undir fótum okkar? Við óskum Króki að sjálfsögðu til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu. Hér má sjá einblöðung sem gerður var um verkefnið í tilefni af verðlaunaafhendingunni. Víkurfréttir greindu frá:

„Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík og Leikskólinn Holt í Reykjanesbæ voru í gær meðal tíu stofnana sem fengu gæðaviðurkenningu Erasmus+ menntaáætlunar Evrópusambandsins. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni. Heilsuleikskólinn Krókur hlaut viðurkenningu fyrir verkefið Hvað finnum við undir fótum okkar? og leikskólinn Holt fyrir verkefnið Lesum heiminn.

Verkefnin sem hlutu viðurkenningu í gær eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar sem eru í formi myndverka sem hönnuð voru af 15 nemendum á öðru ári í teiknideild í Myndlistarskóla Reykjavíkur.

Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlun ESB, er stærsta menntaáætlun heims. Erasmus+ hóf göngu sína 2014 og stendur til 2020. Rannís hýsir menntahluta Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi og úthlutar árlega tæplega 800 milljónum úr áætluninni til verkefna á því sviði. Markmið áætlunarinnar eru meðal annars að styðja verkefni sem miða að því að efla grunnfærni einstaklinga, svo sem læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvöðlakennslu, vinna gegn brotthvarfi, styðja við aðlögun innflytjenda, innleiða upplýsingatækni í menntun, efla starfsmenntun og almennt auka gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. desember 2024

Jólakveđja frá bćjarstjórn

Fréttir / 18. desember 2024

Foreldranámskeiđ fyrir Grindvíkinga

Fréttir / 8. desember 2024

Samverustundir 8.-13. desember

Fréttir / 8. desember 2024

Jólaađstođ félagasamtaka í Grindavík

Tónlistaskólafréttir / 4. desember 2024

Jólatónleikar 7. desember 2024

Fréttir / 3. desember 2024

Jólabođ eldri borgara úr Grindavík