Skipulag snjómoksturs í Grindavík

  • Fréttir
  • 2. desember 2015

Síðastliðinn sólarhring hefur snjóað nokkuð hressilega í Grindavík. Eftir nokkuð milt haust má segja að Veturinn sé kominn með stóru V-i og miðað við veðurspána fyrir næstu daga er snjórinn ekki að fara neitt á næstunni. Það er því ekki úr vegi að rifja upp hvernig snjómokstur í bænum er skipulagður. Í forgangi 1 eru aðalumferðargötur (merkt blátt) þannig að fært sé að Grindavíkurvegi, skólum, leikskólum, slökkviliðsstöð, heilbrigðisstofnun, niður að höfn, og ákveðinn öryggishring sem nýtist flestum bæjarbúum. Í forgangi 2 eru svo íbúðarhverfi (merkt grænt).

Athugið að plön og heimkeyrslur við íbúðarhús og fyrirtæki eru ekki mokuð á kostnað bæjarins. 

Á kortinu hér að neðan er að finna yfirlit snjómkstur á vegum Grindavíkurbæjar á bílaplönum. Þar eru grunnskólarnir og leikskólarnir í forgangi 1 (merkt rautt) en síðan koma íþróttamannvirki, Víðihlíð og fleiri aðilar í forgangi 2.

Fyrirspurnir og ábendingar varðandi moksturinn má senda á thjonusta@grindavik.is


Deildu ţessari frétt