Skrifađ undir samstarfssamninga og Íţróttastefnu Grindavíkur

  • Fréttir
  • 19. október 2015

Við vígsluathöfn á nýju íþróttamannvirki á laugardaginn skrifaði Grindavíkurbær undir samstarfssamninga við UMFG, Kvenfélag Grindavíkur, Golfklúbb Grindavíkur og Hestamannafélagið Brimfaxa sem gilda til ársloka 2018. Við sama tilefni var skrifað undir Íþróttastefnu Grindavíkur sem gildir frá 2015-2020. 

Bæjarstjórn hefur samþykkt nýjan samstarfssamning við UMFG sem gildir til 31.12.2018 og leysir eldri samninga af hólmi. Búið er að sameina þrjá mismunandi samninga við UMFG í einn og bæta við afnotum af nýju íþróttamannvirki. Á þessum fjórum árum styrkir Grindavíkurbær starfsemi UMFG sem fer til að efla barna- og unglingastarf, til ráðningar á íþróttafulltrúa í hlutastarf, til afreksstarfs, til starfsemi aðalstjórnar og þá er sérstakur unglingastyrkur fyrir aldurinn 16-19 ár.  Fyrirkomulag æfingagjalda fyrir börn og unglinga verður óbreytt og því getur þessi aldurshópur æft allar íþróttagreinar sem í boði eru á vegum UMFG en greiðir einungis eitt hóflegt æfingagjald. Styrkur Grindavíkurbæjar við barna- og unglingastarfið gerir þetta kleift.

Bæjarstjórn hefur samþykkt nýjan samstarfssamning við Golfklúbb Grindavíkur sem gildir til 31.12.2018 og leysi eldri samninga af hólmi. Styrkurinn fer til að efla barna- og unglingastarf og umhirðu og rekstur á golfvellinum. Áður hefur Grindavíkurbær lagt til fjármagn til framkvæmda á golfvellinum, við lagningu klæðningar á bílastæði og klæðningu á golfskála.

Bæjarstjórn hefur einnig samþykkt nýjan samstarfssamning við Hestamannafélagið Brimfaxa. Styrkurinn fer til að efla barna- og unglingastarf og til reksturs nýrrar reiðhallar sem nú er á lokasprettinum. Áður hefur Grindavíkurbær lagt til fjármagn til byggingu reiðhallarinnar.

Þessir samningar eru gerðir í kjölfar Íþróttastefnu Grindavíkur 2015-2020 sem samþykkt var fyrr í vor þar sem m.a. kom fram að stefnt skyldi að því að einfalda samningagerð við íþróttahreyfinguna. Heildarframlag Grindavíkurbæjar til UMFG, GG og Brimfaxa á þessu fjögurra ára tímabilil er um 170 milljónir króna. Við þetta bætist reiknaður styrkur vegna afnota á húsnæði í nýju íþróttamannvirki og af íþróttamannvirkjum bæjarins.

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur samþykkt Íþróttastefnu Grindavíkur 2015 til 2020. Ferlið við mótun stefnunnar hófst fyrir tveimur árum með opnum íbúafundi og síðan hefur samráðsferli verið með UMFG, Golfklúbbi Grindavíkur og Hestamannafélaginu Brimfaxa. Við vígsluathöfnina skrifuðu fulltrúar þessara íþróttafélaga ásamt  bæjarstjóra undir íþróttastefnuna. 

Efsta mynd: Frá undirritun á sameiginlegri Íþróttastefnu Grindavíkur 2015-2020.  Frá vinstri: Sigurður Enoksson formaður UMFG, Halldór Einir Smárason formaður Golfklúbbs Grindavíkur, Hilmar Knútsson formaður Hestamannafélagsins Brimfaxa og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.

Sólveig Ólafsdóttir formaður Kvenfélags Grindavíkur og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri eftir undirritun á samningi um afnot kvenfélagsins á Gjánni.

Fjórmenningarnir skrifa undir Íþróttastefnu Grindavíkur.

Halldór formaður GG og Róbert bæjarstjóri.

Hilmar formaður Brimfaxa og Róbert bæjarstjóri.

Sigurður formaður UMFG og Róbert bæjarstjóri.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. júní 2024

Ný könnun vegna stöđu húsnćđismála

Fréttir / 31. maí 2024

3. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 30. maí 2024

„Ţađ ţarf ađ minna fólk á“

Fréttir / 16. maí 2024

Stađa sorphirđu í Grindavík

Fréttir / 7. maí 2024

Budowle bez zgody w Grindavíku