Kvikmyndin "Ég man ţig" tekin upp ađ hluta í Bakka

  • Fréttir
  • 16. október 2015

Vegfarendur í Grindavík hafa eflaust veitt því athygli að töluvert líf hefur verið í Bakka við Víkurbraut 4 undanfarna daga. Húsið er í eigu Minja- og sögufélags Grindavíkur en til stendur að gera húsið upp og koma aftur til fyrri vegs og virðingar en það er elsta uppistandandi verbúð á Suðurnesjum. Til allrar hamingju fyrir framleiðendur myndarinnar „Ég man þig“ eru þær framkvæmdir þó enn á undirbúningsstigi en að þeirra sögn er húsið eins og klippt útúr þeirra draumahugmyndum um tökustað fyrir myndina. 

Þessa dagana er unnið að því að tæma húsið en síðan hefst vinna við að byggja sviðsmynd og einnig á að tyrfa í kringum húsið og er torfið komið á staðinn. Tökur munu standa yfir í nokkrar vikur í nóvember og svo væntanlega aftur í vor.

Nánar um kvikmyndina hér.

 


Deildu ţessari frétt