Tímamót hjá Reykjanes Geopark

  • Fréttir
  • 13. október 2015

Dagana 2. - 6. september hélt fríður flokkur fulltrúa Reykjanes Geopark til borgarinnar Oulu í Finnlandi en þar var haldinn árlegur haustfundur European Geoparks Network. Rokua Geopark sá um skipulag fundarins í ár og fórst það vel úr hendi. Í Oulu er öflugt háskólasamfélag svo að öll aðstaða til fundahalds og fyrirlestra var til fyrirmyndar. 

Fulltrúar Reykjanes Geopark Í Finnlandi voru eftirfarandi: Eggert Sólberg Jónsson, verkefnisstjóri Reykjanes Geopark, Róbert Ragnarsson, formaður stjórnar Reykjanes Geopark, Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Arnbjörn Ólafsson hjá Reykjanes Geocamp, Þuríður H. Aradóttir Braun, verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness ásamt undirrituðum, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar.

Dagskráin frá fimmtudegi til laugardags var þéttskipuð. Fimmtudagurinn og laugardagurinn voru að mestu helgaðir málstofum og fyrirlestrum frá jarðvöngum (geopörkum) víðsvegar að úr heiminum. Finnar mega eiga það að þeir eru sennilega með stundvísustu þjóðum heims, en allar tímasetningar hjá þeim stóðust upp á mínútu og enginn fyrirlesari fékk að tala lengur en honum hafði verið úthlutað. Voru Íslendingar á einu máli um að þetta væri mikil framför frá síðasta haustfundi sem haldinn var á Ítalíu, þar sem menn voru ekki mikið að stressa sig á því hvað klukkan sló.

Á föstudeginum fórum við svo í vettvangsverð um Rokua Geopark. Leiðsögumaðurinn okkar í rútunni, sem minnti óneitanlega svolítið á góða dátann Svjek í vaxtarlagi, minnti okkur reglulega á brottfarartíma og sagði að Finnar væru alltaf á réttum tíma. Við heimsóttum ýmsa áhugaverða staði, t.d. skóglendi og virkjun, og fengum leiðsögn um svæðin. Þar sem við völdum okkur ferð með menntaþema heimsóttum við einnig grunnskóla á svæðinu. Við fyrstu sýn virkaði skólinn fremur látlaus og kuldalegur en þegar við komum inn í kennslu-stofurnar og fengum að kynnast skólanum frá fyrstu hendi kom betur og betur í ljós hversu vel tækjum búinn skólinn var. Öll aðstaða, bæði fyrir nemendur og kennara, var fyrsta flokks. Það eina sem stakk svolítið í stúf, séð frá íslensku sjónarhorni, var sprengjubirgið í kjallaranum, en það er víst staðalbúnaður þegar rússneski björninn er næsti nágranni.

Við spurðum aðstoðarskólastjórann hver galdurinn væri á bakvið góðan námsárangur finnskra grunnskólabarna og þar stóð ekki á svörum. Fólk ber mikla virðingu fyrir kennarastarfinu og kennarar eru á góðum launum. Við gætum kannski lært eitthvað af Finnunum í menntamálum?

Þau Eggert, Arnbjörn og Þuríður voru með erindi á fundinum og var góður rómur gerður að þeim öllum. Vakti fyrirlestur Þuríðar sérstaka athygli enda er hið nána samstarf Geoparksins og markaðsstofunnar alls ekki sjálfgefið og eitthvað sem margir hafa áhuga á að endurskapa í sínum Geopörkum. Þá vakti einnig athygli gesta hversu hratt umsóknarferlið hefur gengið hjá Reykjanes Geopark en aðeins eru þrjú ár liðin síðan að verkefnið fór af stað. Eggert kynnti skrefin sem Reykjanes Geopark hefur tekið til að ná markmiði sínu og fá alþjóðlega vottun, en víðsvegar um heiminn eru Geoparkar sem hafa verið meira en áratug að vinna að sínum umsóknum.

Það fór nefnilega fljótlega að kvissast út meðal ráðstefnugesta að umsókn Reykjanes Geopark að Evrópusamtökunum hefði verið samþykkt og því óneitanlega komin nokkur spenna í hópinn, án þess þó að menn færu að fagna of snemma. Á laugardagskvöldinu var svo komið að stóru stundinni en þá var tilkynnt við hátíðlega athöfn að Reykjanes Geopark væri 66. alþjóðlega vottaði Geoparkinn í Evrópu. Um er að ræða samtök svæða sem eru jarðfræðilega merkileg. Samtökin njóta stuðnings UNESCO, Mennta-, menningar- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna. Laugardaginn 20. september var svo tilkynnt formlega að Reykjanes Geopark hefði einnig fengið aðild að GGN, eða Global Geoparks Network.

Siggeir F. Ævarsson, upplýsinga- og skjalafulltrúi Grindavíkurbæjar.

Greinin birtist fyrst í Járngerði, fréttabréfi Grindavíkurbæjar

Mynd: Fulltrúar frá Íslandi á Evrópuráðstefnu jarðvanga sem haldin var í Finnlandi. Efri röð frá vinstri: Eggert Sólberg Jónsson verkefnisstjóri Reykjanes Geopark, Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS, Brynja Davíðsdóttir verkefnisstjóri Kötlu Geopark, Arnbjörn Ólafsson frá Reykjanes Geocamp og Sigurður Sigursveinsson frá Kötlu Geopark. Neðri röð frá vinstri: Siggeir Fannar Ævarsson upplýsinga- og skjalafulltrúi Grindavíkurbæjar, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík og Þuríður H. Aradóttir Braun verkefnisstjóri Markaðsstofu Reykjaness.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2022

Blóđbankabíllinn í Grindavík á morgun

Fréttir / 29. september 2022

Fjölmennt á fyrsta félagsfundi vetrarins

Fréttir / 27. september 2022

Laust starf viđ leikskólann Laut

Fréttir / 25. september 2022

Grćn spor og grćnkerakaffi

Fréttir / 22. september 2022

Mćlaskipti hjá HS Veitum

Fréttir / 20. september 2022

Krónika međ Alla í Kvikunni

Fréttir / 15. september 2022

Forsćtisráđherra í heimsókn

Fréttir / 14. september 2022

Opin kórćfing í Grindavikurkirkju í kvöld

Fréttir / 12. september 2022

Pétur Jóhann óhćfur á Fish House

Fréttir / 12. september 2022

Vinir í bata - 12 sporin

Fréttir / 8. september 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna 2022

Fréttir / 6. september 2022

Göngum í skólann hefst á morgun