Skemmtiferđaskipiđ Ocean Nova kom til Grindavíkur í gćr

  • Fréttir
  • 31. ágúst 2015

Í gær átti sér stað nokkuð merkilegur atburður í sögu Grindavíkurhafnar en þá lagðist skemmtiferðaskip hér að bryggju í fyrsta skipti. Hér er að vísu ekki um hefðbundið skemmtiferðaskip að ræða. Þetta er ekki risastórt fljótandi lúxushótel sem flytur hundruði farþega milli sólríkra áfangastaða heldur öllu minna skip, sérútbúið til siglinga á norðurslóðum. Farþegar um borð eru 78.

Skipið heitir Ocean Nova, smíðað í Danmörku árið 1992 og var sérstaklega smíðað með siglingar innan um ísjaka á Grænlandshafi í huga. Þrátt fyrir að vera ekki hefðbundið skemmtiferðaskip er það engu að síður ríkulega búið og aðstaða þar öll eins og best verður á kosið. Um borð er fullkomin aðstaða til að fylgjast með náttúrunni, stór vetingasalur, bókasafn og sjúkraaðstaða. Nánar má lesa um skipið á heimasíðu Quark Expeditions.

Myndina hér að ofan, af Ocean Nova að sigla inn til Grindavíkur, tók Arnfinnur Antonsson, en myndin hér að neðan er tekin af heimasíðu Quark Expeditions.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík