Félagar úr Unglingadeildinni Hafbjörgu á rústabjörgunarćfingu í Rússlandi

  • Fréttir
  • 4. ágúst 2015

Þessa dagana stendur yfir stór alþjóðleg rústabjörgunaræfing fyrir ungmenni á aldrinum 15-17 ára í rússnesku borginni Noginsk. Æfingin kallast USAR eða „Urban Search and Rescue basic training for youngsters“. Alls taka 11 þjóðir þátt í æfingunni í ár sem stendur yfir í níu daga og lýkur með stórri 14 tíma rústarbjörgunaræfingu þar sem allar þjóðirnar vinna saman. Fimmtán manna föngulegur hópur lagði af stað frá Íslandi síðastliðinn sunnudag en í hópnum eru fjórir Grindvíkingar.

Otti Rafn Sigmarsson, umsjónarmaður unglingadeildarinnar Hafbjargar, heldur utan um hópinn en hann hefur undanfarin misseri unnið hörðum höndum að skipulagningu æfingarinnar í samvinnu við umsjónarmenn unglingadeilda víðsvegar úr heiminum. Með honum frá Grindavík eru svo þrír félagar úr Hafbjörgu, þau Halla Vigdís Jóhannsdóttir, Harpa Dögg Jónsdóttir sem er leiðbeinandi í verkefninu og Ólafur Þór Unnarsson.

Morgunblaðið greindi frá för hópsins en hægt er að fylgjast með hópnum í máli og myndum á Facebook, þaðan sem myndin sem fylgir fréttinni er fengin.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík