Aparólan komin upp, fyrsta áfanga ungmennagarđsins ađ ljúka

  • Fréttir
  • 21. júlí 2015

Undanfarið hafa staðið yfir umtalsverðar framkvæmdir á skólalóðinni á mótum Ása- og Víkurbrautar en þar rís nú svokallaður Ungmennagarður, sem er afsprengi hugmynda- og undirbúningsvinnu Ungmennaráðs Grindavíkurbæjar. Nú fyrir helgi var aparólan tekin í gagnið, en grindvísk börn (og eflaust margir fullorðnir líka) hafa beðið spennt eftir að komast í róluna.

Þá er einnig búið að setja upp útigrill og skýli en meðal annarraa tækja sem verða í Ungmennagarðinum eru, sófaróla, minigolf, strandblak og trampólín körfuboltavöllur. Framkvæmdir í ár eru langt komnar en fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar gerir ráð fyrir að 6 milljónir verði lagðar í verkið í ár, 5 á því næsta og 3 árið 2017.

Ungmennaráð Grindavíkur skipa:

• Lárus Guðmundsson, formaður
• Nökkvi Harðarson
• Elsa Katrín Eiríksdóttir
• Karín Óla Eiríksdóttir
• Nökkvi Nökkvason
• Katrín Lóa Sigurðardóttir
• Ólafur Þór Unnarsson
• Þórveig Hulda Frímannsdóttir

 

Mynd af aparólu: grindavik.net


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun