435. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, mánudaginn 8. júní 2015 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Ómar Davíð Ólafsson formaður, Pétur Már Benediktsson aðalmaður, Páll Jóhann Pálsson aðalmaður, Gunnar Harðarson varamaður og Sigurður A Kristmundsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. 1504031 - Miðgarður: Endurnýjun
Þingmennirnir Páll Valur Björnsson og Vilhjálmur Árnason ásamt Hjálmari Hallgrímssyni forseta bæjarstjórnar sátu fundinn undir þessum lið.
Hafnarstjórn leggur til að vinna við hönnun Miðgarðs hefjist strax í samræmi við Samgönguáætlun 2015 - 2018 og í samráði við Vegagerðina. Hafnarstjórn minnir á að Miðgarður er um 25% af bryggjumköntum hafnarinnar. Hafnarstjórn felur hafnarstjóra í samvinnu við bæjarstjóra að semja umsögn við þingsályktunartilögu samgönguáætlunar 2015 - 2018 til að leggja fyrir umhverfis - og samgöngunefnd Alþingis.
2. 1506027 - Remake: Raforkueftirlitskerfi
Hafnarstjóri kynnir verkefnið fyrir hafnarstjórn en búið er að setja upp mæla sem hægt er að fylgjast með á netinu.
3. 1506026 - Smábátahöfn: Grjótgarður við Skeljungsdælu.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að gera kostnaðráætlun um að taka garðinn niður í samvarandi dýpi og er í kring um hann.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.