Leikjanámskeiđ

  • Grindavíkurbćr
  • 9. ágúst 2018

Leikjanámskeið verður starfrækt að vanda í sumar og er skráning hafin hér að neðan. Eingöngu er boðið upp á pláss hálfan daginn og námskeiðið verður eingöngu fyrir 1.-3. bekk. Þá verður ekki námskeið í ágúst. 

Leikjanámskeið Grindavíkurbæjar á Facebook

Í sumar verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir börn sem eru að ljúka námi í 1.-3. bekk í vor (árgangar 2009, 2010 og 2011) þar sem viðfangsefnin eru skemmtileg og uppbyggjandi. Mikið er lagt upp úr útiveru.

Hámarksfjöldi barna á hverju námskeiði er 30-35 fyrir hádegi og 30-35 eftir hádegi, samtals 60-70 á dag. Þegar námskeiðin eru full verður hægt að skrá barn á biðlista. Ef biðlistar verða langir verður skoðað hvort hægt sé að bregðast við því.

ATHUGIÐ!

• Bara hægt að skrá barn annað hvort fyrir hádegi eða eftir hádegi. Ekki hægt að skrá barn allan daginn 
• Hægt er að skrá barn á öll námskeiðin. 

Valkostir:

• Fyrir hádegi frá kl. 09:00-12:00. Hægt er að kaupa gæslu frá kl. 08:00-09:00. 
• Eftir hádegi frá kl. 13:00-16:00 

Námskeið 1: 11. júní - 22. júní (10 dagar). Verð: 7.880 kr. - Dagskrá
Námskeið 2: 25. júní - 6. júlí (10 dagar): Verð: 7.880 kr. - Dagskrá
Námskeið 3: 9. júlí - 20. júlí (10 dagar): Verð: 7.880 kr. - Dagskrá
Námskeið 4: 23. júlí - 3. ágúst (10 dagar). Verð: 7.880 kr.

Pössun milli 08:00-09:00       Verð: 2.630 kr. 

SKRÁNING:
Fer fram í gegnum Google forms - Smellið hér til að skrá inn.
Ekki er tekið við skráningum með öðrum hætti.
Ef þátttakendur hafa einhverjar sérþarfir sem þarf að koma á framfæri þarf að senda póst sérstaklega á bjorg@grindavik.is og gera grein fyrir þeim. Símanúmer leikjanámskeiðisins er 616-2532.

Sumarreiðnámskeið Brimfaxa

Sköpun og gleði í Grindavík sumarið 2018

Boðið er uppá fjölda spennandi námskeiða fyrir krakka og ungt fólk á aldrinum 6-20 ára í sumar. Hér er að finna þau námskeið sem í boði eru en viðbúið er að þeim muni fjölga og um að gera að fylgjast vel með á hér á vefsíðu Grindavíkurbæjar og Facebook-síðu Kvikunnar og skrá sig þegar spennandi námskeið eru í boði. 

Íþróttanámskeið eru fjölmörg og í þessum bæklingi er að finna æfingatöflur og upplýsingar um námskeið hjá deildum UMFG en hér er einnig að finna upplýsingar um fjölmörg skapandi sumarnámskeið, trúðanámskeið, rapp, fatahönnun og ýmisleg fleira. 

Markmiðið með námskeiðum sumarsins er að efla sköpunargleði og færni ykkar, hvort sem þið veljið íþróttanámskeið eða skapandi námskeið — nú eða hvort tveggja. 
Þeir sem vilja koma upplýsingum um námskeið í sumarbæklinginn geta haft samband við Ólöfu Helgu í Kvikunni kvikan@grindavik.is eða Björgu bjorg@grindavik.is

Hlökkum til þess að vinna með ykkur í sumar að skemmtilegum verkefnum.

Sköpun og gleði í Grindavík sumarið 2018 - Bæklingur á rafrænu formi

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR