Skólanámskrá

  • Grunnskólinn
  • 3. mars 2021

Inngangur

Í aðalnámskrá grunnskóla almennum hluta (2011) stendur um gerð skólanámskrár: „Hver skóli skal birta stefnu sína með tvennum hætti. Annars vegar er almenn stefnumörkun birt í skólanámskrá og hins vegar eru upplýsingar, sem eru breytilegar frá ári til árs, birtar í árlegri starfsáætlun. Skólastjóri er ábyrgur fyrir gerð skólanámskrár og starfsáætlunar og skal semja þær í samráði við kennara skólans og annað starfsfólk sem með því móti hafa skuldbundið sig til að framfylgja þeim.“

Vinna við endurgerð skólanámskrár Grunnskóla Grindavíkur hófst með verkefninu „Ný hugsun í átt að betri framtíð“ samstarfsverkefni allra skólastiga.  Verkefnið fékk styrk úr Sprotasjóði auk þess sem Grindavíkurbær lagði til fjármagn.  Meginmarkmið verkefnisins var að allir skólar sveitarfélagsins ynnu saman að innleiðingu á nýrri menntastefnu. Allir starfsmenn skólanna og foreldrar fengu fræðslu um grunnþætti menntunar. Starfsmenn skólanna unnu sérstaklega með hvern grunnþátt fyrir sig og  haldið var skólaþing.

Fyrsti afrakstur þess verkefnis var ný skólastefna Grindavíkurbæjar sem samþykkt var í fræðslunefnd í september 2013 og í bæjarstjórn Grindavíkurbæjar í desember 2013.  

Haustið 2013 hófst formleg vinna við gerð þessarar skólanámskrár. Unnið var samvæmt verkáætlun frá ágúst 2013 – nóvember 2014. Ritstjóri skólanámskrárinnar var Guðbjörg Sveinsdóttir aðstoðarskólastjóri. Allir starfsmenn skólans hafa komið að gerð námskrárinnar. Fulltrúar nemenda (nemendafulltrúaráð) og fulltrúar foreldra hafa fjallað um einstaka kafla. Auk þess hafa hagsmunaaðilar og allir þeir sem hafa áhuga hafa fengið tækifæri til að koma með ábendingar.    

Námskráin skiptist upp í tvo meginþætti: Almennan hluta þar sem gerð er grein fyrir starfsemi skólans frá stofnun hans. Þar er einnig að finna uppeldis- og kennslufræðilega stefnu og gerð grein fyrir helstu áhersluþáttum í skólastarfinu.   Almenni hlutinn inniheldur einnig þær áætlanir sem eiga að vera í skólanámskrá.  Hinn hlutinn er námsvísir, en þar er að finna markmið náms, upplýsingar um kennsluhætti og útfærsla grunnþátta í hverri námsgrein fyrir sig auk upplýsinga um námsmat.  

Skólanámskráin á að vera lifandi skjal og í sífelldri endurskoðun. Til að auðvelda endurskoðun er hún er sett þannig upp að hver kafli er sjálfstætt skjal og kemur fram í skjalinu í hvaða mánuði hann var endurskoðaður.

 

Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri

 

Áfallaáætlun

Eineltisáætlun

Endurskoðun almenna hlutans áætlun

Forvarnir áfengis og fíknivarnir

Inngangur

Innra mat á árangri og gæðum

Jafnréttisáætlun

Lestrarstefna

Móttaka nýrra nemenda

Námsmat

Reglur um lyfjagjafir í skólum Grindavíkurbæjar

Samstarf heimila og skóla - upplýsingamiðlun

Samstarf skóla og skólastiga

Símenntunaráætlun

Skólanámskrá almennur hluti - endurskoðunaráætlun

Skólareglur

Skólasagan

Stefna skólans

Stuðningur við nemendur með sérþarfir

Tengsl skóla við nærsamfélagið

Umbóta og þróunaráætlun

Viðbragðsáætlun


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR