Hvađ finnum viđ undir fótunum okkar?

  • Fréttir
  • 29. janúar 2015

Heilsuleikskólinn Krókur deildi með okkur skemmtilegri frétt um verkefni sem heitir „Hvað finnum við undir fótum okkar?" Gefum starfsfólki Króks orðið:

 

„Í haust byrjuðum við á samstarfsverkefni í gegnum eTwinning með leikskóla sem heitir Böle og er í Piteá í Svíþjóð. eTwinning er netsamfélag skóla í allri Evrópu og er hugsað sem verkfæri fyrir kennara til að deila hugmyndum, læra af öðrum og miðla reynslu. Verkefnið sem við lögðum af stað með heitir „what can we find under our feet" eða „hvað finnum við undir fótunum okkar".

Börnin hér á Króki og í Böle voru spurð hvað þau finna undir fótunum sínum og niðurstöðunum miðlað til barnanna í ýmsu formi sem oftar en ekki ýttu undir fleiri spurningar. Markmiðið með verkefninu er að börnin verði meðvitaðri um eigin náttúru og barnanna í Böle og hvað sé að finna í náttúrunni. Við hér á Króki lærðum um mauraþúfur, sáum myndir af þeirra leikumhverfi ásamt mörgu öðru spennandi. Krakkarnir í Böle fengu t.d. að sjá myndir úr kyrrðardal, Kúadal og fjörunni. Í þessu verkefni eru börnin okkar og börnin í Böle að kanna og ræða samhengi fyrirbæra í náttúrunni með því að spyrja hvert annað spurninga, ígrunda hvað er í náttúrunni og miðla upplýsingum sín á milli. Eins og kemur fram í kaflanum Sjálfbærni og vísindi í Aðalnámskrá eru þessir þættir mikilvægir í námi barna.“


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?