Afmćlistilbođ á Sögu Grindavíkur

  • Fréttir
  • 4. september 2014

Í tilefni af 40 ára afmælis Grindavíkurkaupstaðar býðst áhugasömum nú að kaupa Sögu Grindavíkur á aðeins 4.000 krónur. Um er að ræða tvö bindi sem útgefin voru á árunum 1994 og 1996 í tengslum við 20 ára afmæli bæjarins. Höfundar eru sagnfræðingarnir Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Jón Þ. Þór og eru bækurnar afar ítarlegar og fagmennlega unnar og fjöldi skemmtilegra ljósmynda prýða síður bókanna.

Bækurnar eru mjög eigulegar, vandlega innbundnar og telja yfir 600 síður samanlagt. Fyrri bókin spannar tímabilið frá landnámi til 1800 en sú seinni frá 1800 og fram til ársins 1974.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast bækurnar eru bent á að hafa samband við Hall Gunnarsson (sími: 821-5304), formann Minja- og sögufélags Grindavíkur, eða Siggeir F. Ævarsson , gjaldkera félagsins.

Allur ágóði af sölu bókanna mun verða nýttur til að styrkja sögu- og menningarlega starfsemi í Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 20. mars 2025

Póstbox í Grindavík

Fréttir / 26. febrúar 2025

Ađalfundur Grindavík Experience

Fréttir / 24. febrúar 2025

Hér er íbúakönnun Maskínu

Fréttir / 20. febrúar 2025

Sundlaugin opin á laugardögum og mánudögum