Jafnréttis- og aðgerðaráætlun

  • Grindavíkurbær
  • 10. febrúar 2021

Jafnréttisáætlun Grindavíkurbæjar 2020-2023, ásamt framkvæmdaáætlun

Hérna má nálgast áætlunina á PDF skjali til útprentunar

Jafnréttisstefnan byggir á gildum Grindavíkurbæjar sem eru jákvæðni, jafnræði, þekking, framsækni og traust. Stefnan er unnin í samræmi við lög númer 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.  Lögin kveða á um skyldu sveitarfélaga til að skipa jafnréttisnefndir og vinna jafnréttisáætlanir með framkvæmdaáætlun. Þá er við gerð stefnunnar horft til ákvæða laga nr. 85/2018 um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna en þar er kveðið á um meginregluna um jafna meðferð einstaklinga á öllum sviðum samfélagsins, utan vinnumarkaðar.  Jafnframt er horft til ákvæða laga nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði en þar er skýrt kveðið á um bann við allri mismunun fólks á vinnumarkaði, hvort heldur beina eða óbeina, á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppuna, trúar, lífsskoðunar, fötlunar, skertrar starfsgetu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kyntjáningar.

Bæjarráð hefur umsjón með mótun jafnréttisstefnu Grindavíkurbæjar og framkvæmd hennar í samvinnu við sviðsstjóra. Lögð er áhersla á að öll svið og stofnanir Grindavíkurbæjar framfylgi jafnréttisstefnunni með markvissum hætti.  

Í 18. grein jafnréttislaga er kveðið á um að fyrirtæki, stofnanir, íþróttafélög og félagasamtök setji sér jafnréttisáætlun eða samþætti jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Grindavíkurbær hvetur þessa aðila til að framfylgja þeim ákvæðum.  

Félagsmálanefnd er bæjaryfirvöldum og starfsfólki bæjarins til ráðgjafar í jafnréttismálum. Nefndin vinnur í samstarfi við sviðsstjóra, forstöðumenn stofnana og nefndir bæjarins svo og aðra sem að jafnréttismálum koma. 

Jafnréttisstefna Grindavíkurbæjar er aðgengileg öllum á vef bæjarins og kynnt stjórnendum, starfsfólki og kjörnum fulltrúum. 

Jafnréttisstefna skal endurskoðuð eigi síðar en 1. júní 2023. 

Jöfn staða kvenna og karla er grundvallarréttur og jöfn þátttaka kvenna og karla í ákvarðanatöku er ein forsenda lýðræðislegs þjóðfélags. Stöðugt skal unnið að því að koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kvenna og karla og jafna þannig stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins.

Allir einstaklingar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði. 

Jafnréttisáætlun Grindavíkurbæjar er efnislega skipt í þrjá kafla. Að undangengnum ákvæðum um ábyrgð og eftirfylgni er í fyrsta kafla fjallað um sveitarfélagið sem stjórnvald. Í öðrum kafla er fjallað um sveitarfélagið sem vinnuveitanda og í þriðja kafla er fjallað um sveitarfélagið sem veitanda þjónustu. 

0.1 Ábyrgð og eftirfylgni

Grindavíkurbær skuldbindur sig til að framfylgja jafnréttisáætlun þessari og ber ábyrgð á að viðhalda stöðugum umbótum á öllum þáttum hennar.

Til að uppfylla ofangreint mun sveitarfélagið:

1. Grindavíkurbær sem stjórnvald

1.1. Jafnréttisnefnd

Bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar skulu að sveitarstjórnarkosningum loknum skipa jafnréttisnefnd sem hefur með jafnréttismál að gera og fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla innan sveitarfélagsins. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur falið félagsmálanefnd að fara með hlutverk jafnréttisnefndar. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu sveitarfélagsins í jafnréttismálum. 

Til þess að ná því markmiði verður gripið til eftirfarandi aðgerða:

1.2 Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum Grindavíkurbæjar

Við skipan í nefndir, ráð og stjórnir munu bæjarfulltrúar stuðla að því að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir hlutafélaga í eigu Grindvíkurbæjar og fyrirtækja sem Grindavíkurbær kann að vera aðaleigandi að. 

Til að uppfylla ofangreint mun sveitarfélagið:

1.3 Greining á tölfræðiupplýsingum

Í opinberri hagskýrslugerð um íbúa Grindavíkurbæjar og í viðtals- og skoðanakönnunum skal greint á milli kynja við söfnun gagna, úrvinnslu þeirra og birtingu upplýsinga nema sérstakar aðstæður, svo sem persónuverndarhagsmunir, mæli gegn því. 

Til að uppfylla framangreint mun sveitarfélagið: 

1.4 Kynjasamþættingar gætt við alla stefnumótun og áætlangerð

Sveitarfélagið mun við alla stefnumótun og áætlangerð gæta að kynjasamþættingu. Hið sama gildir um ákvarðantöku innan stjórnsýslunnar. 

Til að uppfylla ofangreint mun sveitarfélagið:

2. Grindavíkurbær sem vinnuveitandi

2.1  Jafnlaunastefna Grindavíkurbæjar

Jafnlaunastefna Grindavíkurbæjar er hluti af starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar. 
Jafnlaunastefna Grindavíkurbæjar byggir á gildum bæjarfélagsins sem eru jákvæðni, jafnræði, þekking, framsækni og traust. Stefnan er unnin í samræmi við ÍST 85 og lög númer 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. 
Grindavíkurbær leggur metnað sinn í að tryggja öllum starfsmönnum sínum jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar og málefnalegar og byggja á þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins. Kröfur sem notaðar eru til að launaraða störfum eru: Hæfni, álag, ábyrgð og vinnuaðstæður. 

Til að uppfylla ofangreint mun sveitarfélagið:


2.2  Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun   

2.3  Samræming fjölskyldu og atvinnulífs

2.4  Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni

3. Grindavíkurbær sem veitandi þjónustu

3.1. Kynjasamþætting í skóla-, íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi

Hjá Grindavíkurbæ skal kynjasamþættingar gætt við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum sveitarfélagsins. Hið sama gildir um alla ákvarðanatöku innan sveitarfélagsins eftir því sem við getur átt. 

Til að uppfylla ofangreint mun sveitarfélagið:





 


Deildu þessari frétt

AÐRAR SÍÐUR