Sjómannagarðurinn er samvinnu og þróunarverkefni sem Grindarvíkurbær hefur áform um að setja á laggirnar og unnið verður að í áföngum. Þetta verkefni miðar að því að gera garðinn að útivistarsvæði sem hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri með því að skapa aðlaðandi umhverfi í kringum minnisvarðann Von sem gegnir mikilvægu hlutverki í hugum bæjarbúa.
Í því sambandi er gert ráð fyrir skipulögðum leik og dvalarsvæðum, að bekkjum og skjólveggjum sé komið víða fyrir um garðinn og að aðgengi sé tryggt með nægum bílastæðum. Þessi tillaga gerir ráð fyrir að inngangurinn í norðurhluta garðsins standi óbreyttur sem aðalinngangur. Jafnframt er gert ráð fyrir að svæði sem liggur til norðurs í garðinum verði tekið frá sem safnasvæði fyrir gömul hús síðar meir.
Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að kynna sér drögin sem eru aðgengileg hér að neðan og senda skriflegar athugasemdir á armann@grindavik.is
1. Grunnmynd
2. Útikennsla
3. Vatnsþema
4. Þrautabraut