Otti Rafn Grindvíkingur ársins 2013

 • Fréttir
 • 2. janúar 2014

Otti Rafn Sigmarsson hefur verið valinn Grindvíkingur ársins 2013 fyrir að frábært og óeigingjart starf fyrir unglingadeildina Hafbjörgu sem er unglingadeild Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Fjöldi tilnefninga bárust um marga áhugaverða einstaklinga sem hafa látið gott af sér leiða í samfélaginu okkar á árinu en valnefndin var á einu máli um að Otti Rafn væri vel að þessari nafnbót kominn í ár.

Hér má sjá nokkrar umsagnir um Otta Rafn sem fylgdu tilnefningum sem sendar voru inn:

 • Fyrir að stjórna unglingadeildinni Hafbjörgu gríðarlega vel í nokkur ár. Rosalega flottur hópur sem hann er með. Megum vera stolt af honum.
 • Mér finnst að hann Otti eigi þennan heiður skilið fyrir mörg ár sem yfirumsjónarmaður unglingadeildarinnar og leggur hann mikla vinnu í hana, hann sér fyrir mörgum af þeim verkefnum sem að koma til unglingadeildarinnar og hugsar um þær frá a-ö, þar með eyðir hann mjög miklum tíma í vinnu fyrir hönd unglingadeildarinnar sem að má nefna að er sjálfboðaliðastarf þannig hann er ekki að þiggja nein laun fyrir vinnuna. 
 • Svo má bæta við að Otti er í nefnd unglingamála hjá slysavarnafélaginu og fer þar með stóran part fyrir allar unglingadeildir landsins, Hann hefur farið tvisvar sinnum til Þýskalands sem yfirumsjónarmaður með tæplega 20 einstaklinga og stóð hann sig með mikilli prýði þar.
 • Hann hefur verið mjög duglegur að sinna unglingastarfi í unglingadeildinni Hafbjörg og er svo duglegur að hvetja og hrósa þessum krökkum sem eru í þessu. Einnig er hann meðlimur í björgunarsveitinni Þorbirni. Hann hefur sinnt þessum störfum í mörg ár af miklum eldmóð og á það svo sannarlega skilið að vera verðlaunaður fyrir það.

Í umsögn valnefndar er tekið undir þessi orð. Jafnframt kom fram hjá valnefndinni að starf Otta Rafns væri af þeim toga að það færi í raun ekki hátt. Við þetta má bæta að í valgreinum á unglingastigi í grunnskólanum hefur ótrúlega hátt hlutfall nemenda valið björgunarstörf sem Otti Rafn hefur haldið utan um utan venjulegs skólatíma. Þá hefur hann verið ötull liðsmaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í gegnum tíðina.

Otti Rafn er í sambúð með Önnu Karen Sigurjónsdóttur og eiga þau tvö börn.

Viðurkenningin verður afhent formlega á Þrettándagleðinni næsta mánudag.

Valið á Grindvíkingi ársins er á vegum heimasíðu Grindavíkubæjar. Fyrirkomulagið er þannig að bæjarbúa senda inn tilnefningar á netfangið heimasidan@grindavik.is með rökstuðningi. Fimm manna valnefnd sér svo um að velja Grindvíking ársins.

Grindvíkingur ársins:
2009 Davíð Arthur Friðriksson og Sigurður Halldórsson
2010 Ásta Birna Ólafsdóttir.
2011 Matthías Grindvík Guðmundsson.
2012 Útsvarslið Grindavíkur; Agnar Steinarsson, Daníel Pálmason og Margrét Pálsdóttir.
2013 Otti Rafn Sigmarsson 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 15. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum um helgina

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Fréttir / 12. október 2021

Sjálfbćrar byggingar í Grindavík

Fréttir / 8. október 2021

Orlofshús VLFGRV um jól og áramót 2021

Fréttir / 7. október 2021

Geymslusvćđi viđ Eyjabakka

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Tónlistaskólafréttir / 5. október 2021

Er tónlistarnám áhugamál, tómstund eđa menntun?

Fréttir / 1. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

Fréttir / 21. september 2021

Starf slökkviliđsstjóra laust til umsóknar

Fréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Nýjustu fréttir

Farandsirkus í Kvikunni

 • Fréttir
 • 16. október 2021

Opiđ sviđ á Fish House á laudagdaginn

 • Fréttir
 • 15. október 2021

Sögustund međ Alla í Kvikunni

 • Fréttir
 • 14. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

 • Grunnskólafréttir
 • 12. október 2021

Safnahelgi á Suđurnesjum 2021

 • Fréttir
 • 12. október 2021

Gestir Vestnorden heimsóttu Grindavík

 • Fréttir
 • 8. október 2021

Keli og strákarnir á Októberfest

 • Fréttir
 • 8. október 2021