Laut-Sérkennsla

  • Laut
  • 22. júní 2020

 

 

 

Markmiðið með sérkennslu í leikskóla er að tryggja að börn sem á einhvern hátt búa við þroskahömlun eða skerðingu fái þá sérstöku aðstoð sem þau þurfa á að halda til að þau geti nýtt sér leikskóladvölina á sem bestan hátt.

Í leikskólalögum nr 78 frá 1994 er kveðið á um réttindi leikskólabarna til sérstakrar aðstoðar og þjálfunar í kafla VI. Laganna í grein 15,16,17.

Nánar er kveðið á um þennan stuðning í 21,22, og 23 gr. Reglugerðar um starfsemi leikskóla nr. 222/1995.Börn hafa mismunandi getu , þroska og reynslu. Leikskólinn á að taka tillit til þarfa hvers barns svo að það fái notið sín í hóp annarra barna á eigin forsendum.Í starfi umsjónarmanns sérkennslu felst:

 

Sérkennslustjóri ber ábyrgð á að börn sem njóta sérkennslu í leikskólanum fái nám sem hæfi þroska hvers barns.

Veitir foreldrum stuðning, fræðslu og ráðgjöf.

Er í samvinnu við talmeinafræðing er varðar eftirfylgni með því að unnið sé samkvæmt ráðleggingum hans með hverju barni sem á við tal eða málörðuleika að stríða.

Heldur utan um þau börn sem koma undir meðallagi út í Hljóm á haustönn og vinnur náið með kennurum þeirra barna að markvissri örvun og eftirfylgni að málverkefnum

Heldur utan um þau börn sem eru tvítyngd og að þau fái íslenskukennslu við hæfi innan leikskólans

Hvað gerum við í Bót ?

 

  • Við lærum litina.
  • Að telja.
  • Andstæður.
  • Eintölu og fleirtölu.
  • Hugtök.
  • Stuttar frásagnir og spurningar út frá þeim. Einnig út frá myndum.


Ýmsar munn- og tunguæfingar sem ætlaðar eru til þess að styrkja munnsvæðið, fyrir þau börn sem þurfa á því að halda.
· Æfingar og leikir til að styrkja hljóðkerfisvitund barnanna.
Almenna vitneskju/umræður um t.d. veðrið, dagana, mánuðina, afmælisdaga, hátíðisdaga, fingurna, nöfnin okkar og okkar nánustu og fleira sem tengist nánasta umhverfi barnanna.

Rím og atkvæði orða og hlustum þá eftir þeim hljóðum sem við heyrum í orðunum.
Heilar setningar. Við hvetjum börnin til þess að tala (spyrja/svara) í heilum setningum.

Flest það sem unnið er með í málörvunartímunum er einnig unnið með í öðrum stundum dagsins eins og inn á Skála-Akri í tónlistar- og samverustundum og ýmsu hópastarfi.
Inn á Bót notum við bækurnar Lærum og leikum með hljóðin eftir Bryndísi Guðmundsdóttur, Ljáðu mér eyra og Markvissa málörvun eftir Helgu Friðfinnsdóttur, Sigrúnu Löve og Þorbjörgu Þóroddsdóttur,Bínu bækurnar eftir Ásthildi Snorradóttur, ýmis spil,bækur, myndir, spjöld og texta sem við höfum komið okkur upp og einnig nýtum við efni skólavefsins og ýmsa tölvudiska eins og Tuma og táknin og lærum íslensku.

Við æfum einnig fínhreyfingar, klippa,lita, sauma,perla, og f.l sem reynir á samhæfingu,einbeitingu og hreyfingu handa.

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR