421. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, mánudaginn 7. október 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Páll Jóhann Pálsson formaður, Hilmar E Helgason varaformaður, Pétur Már Benediktsson aðalmaður, Bergþóra Gísladóttir aðalmaður, Eiríkur Óli Dagbjartsson aðalmaður og Sigurður A Kristmundsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. 1310013 - Samningur um að annast aðgerðir vegna mengunar innan hafnarsvæðisins
Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur Hafnarstjóra að ljúka honum í samráði við Slökkvistjóra.
2. 1309052 - Sérstakt strandveiðigjald til hafna.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykktur verði viðauki við fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar fyrir árið 2013 að fjárhæð 1.141.982 sem komi til hækkunar á tekjum.
3. 1207005 - Siðareglur bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar
Lagt fram
4. 1310012 - Gjaldsrkár 2013
Lagt fram
5. 1310014 - Fjárhagasáætlun 2014
Lögð fram
6. 1303048 - Tillaga að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Grindavíkurbæjar sbr. 9 gr. laga nr. 138/2011
Lagt fram
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:20.