420. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, mánudaginn 12. ágúst 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Hilmar E Helgason varaformaður, Pétur Már Benediktsson aðalmaður, Bergþóra Gísladóttir aðalmaður, Eiríkur Óli Dagbjartsson aðalmaður, Andrés Óskarsson varamaður og Sigurður A Kristmundsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. 1308001 - Yfirlögn á Nesveg og Bakkalág að smábátahöfn.
Hafnarstjórn óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun Grindavíkurhafnar 2013 samkvæmt kostnaðaráætlun.
2. 1111061 - Þjónustugjaldskrá Grindavíkurhafnar 2013
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fá inn dagskrárlið á hafnaþingi 20 september um fyrirkomulag farþegagjalda fyrir hvalaskoðunarskip. Hafnir sem ekki fullnýta tekjustofna sína geta átt það á hættu að fá ekki styrki vegna viðhalds hafnamannvirkja.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 1740.