Málefni fatlađs fólks

  • Grindavíkurbćr
  • 10. febrúar 2021

Málefni fatlaðs fólks hjá Grindavíkurbæ tilheyra félagsþjónustu- og fræðslusviði. Þjónustan er veitt samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndarlaga. 

Ferđaţjónusta fatlađra

Stuðningsfjölskyldur

Hlutverk stuðningsfjölskyldu snýr meðal annars að því að taka fatlað barn í sína umsjá í skamman tíma með það að markmiði að létta álagi á fjölskyldur barna með sérþarfir. Yfirleitt er um er að ræða 2-3 sólarhringa í mánuði. 
Greiðslur til stuðningsfjölskyldna eru verktakagreiðslur og flokkast eftir umönnunarþörf barns og fötlun.

Greiðslur til stuðningsfjölskyldna árið 2020
•    Umönnunarflokkur 1 – 22.000 kr. pr. sólarhring.
•    Umönnunarflokkur 2 – 18.000 kr. pr. sólarhring.
•    Umönnunarflokkur 3 – 14.000 kr. pr. sólarhring. 
Allar nánari upplýsingar veitir Hlín Sigurþórsdóttir forstöðuþroskaþjálfi í síma 426-9909 eða á netfanginu hlin.s@grindavik.is

Stuðningsþjónusta

Liðveisla
Markmið almennrar liðveislu er að veita persónulegan stuðning og aðstoð sem miðar einkum að því að rjúfa félagslega einangrun hins fatlaða einstaklings. Hlutverk liðveitanda er mjög fjölbreytt og snýr meðal annars að því að virkja viðkomandi í athöfnum daglegs lífs og veita honum aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Liðveitandi aðstoðar viðkomandi að setja sér markmið sem snýr m.a. að því að rjúfa félagslega einangrun, auka virkni og þjálfun með það að leiðarljósi að viðkomandi verði sýnilegur í samfélaginu á sínum eigin forsendum.

Reglur um liðveislu.

Ferðaþjónusta fatlaðra
Markmið ferðaþjónustu fatlaðra sé að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Jafnframt skulu fatlaðir eiga rétt á ferðaþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á ýmsar þjónustustofnanir og vegna annarrar sértækrar þjónustu sem veitt er fötluðum sérstaklega.

Umsókn um þjónustu:

Umsókn um þjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Umsókn um þjónustu fyrir fatlað fólk 18 ára og eldri

Umsókn um búsetu samkvæmt reglugerð.

Íbúðakjarninn – Túngötu 15-17
Íbúðakjarninn er staðsettur að Túngötu 15-17 og er skilgreindur sem 4 íbúðir fyrir fólk með fötlun og tvær félagslegar leiguíbúðir. Íbúafjöldi í húsinu og eftirspurn eftir þjónustu er breytilegur á hverjum tíma. Á Túngötunni er rekin sólarhringsþjónusta undir stjórn þroskaþjálfa.

Nánar upplýsingar veitir Hlín Sigurþórsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi í síma 426-9909 eða á hlin.s@grindavik.is 
 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR