419. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, mánudaginn 3. júní 2013 og hófst hann kl. 17:00.
Fundinn sátu:
Páll Jóhann Pálsson formaður, Hilmar E Helgason varaformaður, Pétur Már Benediktsson aðalmaður, Eiríkur Óli Dagbjartsson aðalmaður og Sigurður A Kristmundsson hafnarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigurður A Kristmundsson, Hafnarstjóri.
Dagskrá:
1. 1202024 - Ósk um sameiningu lóða - Seljabót 12 og Miðgarður 1
Hafnarstjórn tekur undir þann hluta bókunnar Skipulags og - umhverfisnefndar um að, með tilliti til umferðaröryggismála verði lokað fyrir innkeyrslu við gatnamót Seljabótar og Miðgarðs. Innkeyrsla inn á lóðina verði frá Seljabót annars vegar og Miðgarði hinsvegar sunnan hússins við Seljabót 12). Hafnarstjórn samþykkir að tillaga 1. verði farin. Hafnarstjórn leggst hinsvegar eindregið gegn stækkun lóðarinnar til norðurs eins og fellst í tillögu 3 og vill að götulínan við Seljabót haldi sér.
2. 1305029 - Skipulagslýsing fyrir gamla bæinn í Grindavík
Hafnarstórn gerir athugasemd við að skipulag gamla bæjarins gangi inn á skipulagt hafnarsvæði. Hafnarstjórn leggur til að Garðsvegur að Kreppu og Sjávarbraut vestur fyrir Einhamar verði inn á hafnarsvæði. Þannig slitnar hafnarsvæðið ekki í sundur. Því leggur Hafnarstjórn til að skipulag gamla bæjarins nái ekki yfir Sjávarbraut og Garðsveg að hluta.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.50.