Vinnuverndarnefnd Grindavíkurbæjar (2022-2023):
Stofnun | Vinnuverndarvörður | Vinnuverndartrúnaðarmaður |
Grunnskólinn Ásabraut | Örn Sigurðsson | Guðlaug Emma Hallbjörnsdóttir |
Bæjarskrifstofa | Kjartan Fr. Adólfsson | |
Leikskólinn Laut | Fríða Egilsdóttir | Margrét D. Guðmundsdóttir |
Íþróttamiðstöð | Þórhildur Rut Einarsdóttir | |
Þjónustumiðstöð | Baldur Pálsson | |
Grindavíkurhöfn | ||
Túngata | Ólafur Hafsteinsson | |
Slökkvilið | Einar Sveinn Jónsson |
Netfang Vinnuverndarnefndar:
Hefur þú ábendingu til Vinnuverndarnefndar? Sendu upplýsingar á vinnuvernd@grindavik.is
Allar upplýsingar sem berast eru meðhöndlaðar sem trúnaðarupplýsingar.
Vinnuverndartrúnaðarmenn
Vinnuverndartrúnaðarmenn skulu kosnir af starfsmönnum til tveggja ára í senn.
Vinnuverndarverðir
Vinnuverndarverðir eru skipaðir af atvinnurekanda til tveggja ára í senn.
Vinnuverndarnefnd
Vinnuverndarnefnd skal taka til umfjöllunar mál er varða aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Nefndin kýs sér sjálf formann og ritara og skulu þeir til skiptis vera úr röðum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Vinnuverndarnefndin heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann.
Helstu verkefni vinnuverndartrúnaðarmanna og vinnuverndarvarða eru að;
- taka þátt í gerð áhættumats og fylgja því eftir ásamt atvinnurekanda
- kynna starfsmönnum þá áhættu, sem er á vinnustaðnum að því er varðar öryggi þeirra og heilsu, og sjá til þess að þeir fái nauðsynlega fræðslu og þjálfun
- fylgjast með að ekki viðgangist einelti á vinnustaðnum
- vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfsmanna í hættu
- gæta þess að persónuhlífar séu til staðar, í góðu ástandi og notaðar í samræmi við reglur
- fylgjast með að skráningu slysa, óhappa og atvinnusjúkdóma sé sinnt
Nánari upplýsingar eru í reglugerð nr. 920/2006 um vinnuverndarstarf á vinnustöðum.
Viðbrögð við vinnuslysum
Atvinnurekendum ber að tilkynna um öll slys þar sem starfsmaður verður óvinnufær í a.m.k. einn dag auk dagsins sem slysið varð. Starfsmenn verða að fara til læknis og fá áverkavottorð samdægurs. Grindavíkurbær greiðir fyrir vottorðið gegn framvísun kvittunar, líkt og önnur læknisvottorð. Slys, þar sem líkur eru á að starfsmaður hafi orðið fyrir langvinnu eða varanlegu heilsutjóni, skal tilkynna Vinnueftirlitinu eigi síðar en innan sólarhrings svo að vettvangsrannsókn geti farið fram
Forstöðumenn tilkynna vinnuslys til Vinnueftirlitsins. Ferlið er rafrænt og eru eyðublöð og vefslóðir aðgengileg hér að neðan. Fylla þarf skýrsluna út í samráði við þann slasaða sem og öryggistrúnaðarmann. Mikilvægt er að þetta ferli fari í gang eins fljótt og auðið er.
Forstöðumaður ber einnig ábyrgð á að skila afriti af vinnuslysaskýrslu og áverkavottorði til launafulltrúa. Launafulltrúi sér um að tilkynna slysið til Sjúkratrygginga Íslands - sjúkra.is. Einnig þarf að tilkynna slysið til Sjóvá, sem er tryggingarfyrirtæki Grindavíkurbæjar.
Eyðublað - Tilkynning um Vinnuslys (vinnuslysaskýrsla)
1. Eyðublaðið skal senda til viðkomandi umdæmisskrifstofu Vinnueftirlitsins í síðasta lagi viku eftir að slysið varð. Netfangið umdæmisskrifstofu: vestur@ver.is
2. Eitt eintak til slasaða / slösuðu.
3. Eitt eintak til fyrirtækis (forstöðumaður viðkomandi stofnunar) og þeirra sem starfa að vinnuvernd á vegum þess (vinnuvernd@grindavik.is )
4. Ath! Einnig þarf að tilkynna slysið á www.sjukra.is (launafulltrúi sér um þennan lið)
Næstum-því-slys
Í forvarnarskyni er afar skynsamlegt að skrá niður næstum-því-slys og tilkynna þau til Vinnuverndar með því að fulla út eyðublaðið hér að neðan og senda á vinnuvernd@grindavik.is , eða afhenda það vinnuverndarfulltrúa/trúnaðarmanni á þínum vinnustað.
Eyðublað - Tilkynning um næstum-því-slys
Fundargerðir Vinnuverndarnefndar:
Fundur nr. 3 - 3. september 2013
Fundur nr. 4 - 1. október 2013
Fundur nr. 5 - 7. nóvember 2013
Fundur nr. 6 - 3. desember 2013
Fundur nr. 7 - 14. janúar 2014
Fundur nr. 8 - 11. febrúar 2014
Fundur nr. 11 - 11. nóvember 2014
Fundur nr. 12 - 28. janúar 2015
Fundur nr. 15 - 18. ágúst 2015
Fundur nr. 16 - 6. október 2015
Fundur nr. 17 - 24. nóvember 2015
Fundur nr. 18 - 12. janúar 2016
Fundur nr. 20 - 24. apríl 2016
Fundur nr. 22 - 5. október 2016
Fundur nr. 23 - 9. nóvember 2016
Fundur nr. 24 - 11. janúar 2017
Fundur nr. 28 - 3. október 2017
Fundur nr. 29 - 22. nóvember 2017
Fundur nr. 30 - 23. janúar 2018
Fundur nr. 32 - 17. apríl 2018
Fundur nr. 34 - 30. október 2018
Fundur nr. 36 - 30. apríl 2019
Fundur nr. 38 - 10. október 2019
Fundur nr. 39 - 27. september 2022
Fundur nr. 40 - 16. nóvembar 2022
Fundur nr. 41 - 1. febrúar 2023
Tenglar: