Sameiginlegur vinnufundur bćjaryfirvalda og íţróttahreyfingarinnar

  • Fréttir
  • 9. apríl 2013

Í gær var haldinn sameiginlegur vinnufundur bæjaryfirvalda og íþróttahreyfingarinnar í Grindavík.
Í viðauka við samning Grindavíkurbæjar og UMFG um eflingu íþróttastarfs sem undirritaður var á gamlársdag kemur eftirfarandi fram:

I. Fulltrúar allra deilda (formenn) taka þátt í vinnu með frístunda- og menningarnefnd um stefnumörkun íþróttamála fyrir samfélagið í heild sinni. Það felur í sér;

a. Vinnufund í upphafi árs með frístunda- og menningarnefnd þar sem komist verði að sameiginlegum markmiðum Grindavíkurbæjar og UMFG um íþróttastarf. 
b. Skoðunar- og vinnuferð í byrjun febrúar. Farið verði í heimsókn til tveggja sambærilegra sveitarfélaga og fræðst um samstarf þeirra við íþróttahreyfinguna og skoðuð íþróttamannvirki. Í framhaldi verði unnið að gerð stefnumótunar.

Sambærilegt ákvæði hefur verið sett inn í viðauka sambærilegs samnings við Golfklúbb Grindavíkur.

Þar sem hér er talað um stefnumörkun fyrir samfélagið í heild sinni samþykkti frístunda- og menningarnefnd á fundi sínum þann 3. janúar sl. að til þessa fundar yrðu boðaðir fulltrúar allra íþróttafélaga í Grindavík þó svo ekki væri um það neinn samningur eins og í tilfelli Hestamannafélagsins.

Á fundinum var Sævar Kristinsson ráðgjafi hjá Netspor með innlegg/erindi um stefnumótunarvinnu og í framhaldi stýrði hann vinnu þar sem fulltrúar bæjarins (bæjarstjórn og frístunda- og menningarnefnd) og fulltrúar íþróttahreyfingarinnar komu með tillögur að sameiginlegum markmiðum með íþróttastarfi í Grindavík.

Niðurstöður þessa vinnufundar verða síðan notaðar til að gera gott íþróttastarf enn betra. Fundurinn þótt mjög góður og jákvæður andi ríkti.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 28. september 2023

Hjáleiđ vegna viđgerđar á Víkurbraut

Fréttir / 27. september 2023

Upptaka af bćjarstjórnarfundi

Fréttir / 25. september 2023

Heilaheilsa í Kvikunni

Fréttir / 22. september 2023

Fjársjóđsleit Ţrumunnar 2023

Fréttir / 22. september 2023

Opin ćfing Grindavíkurdćtra

Fréttir / 21. september 2023

Laugardagsfundir xD aftur á dagskrá

Fréttir / 7. september 2023

Bingó framundan í Víđihlíđ

Fréttir / 15. september 2023

Lausar stöđur viđ Heilsuleikskólann Krók

Fréttir / 15. september 2023

Viltu vera međ í slökkviliđinu?

Fréttir / 15. september 2023

Sundlaugin lokuđ á mánudag frá 8:00-14:00

Fréttir / 14. september 2023

Hvernig á ađ halda upp á 50 ára afmćli?