Fundur nr. 417

 • Hafnarstjórn
 • 4. febrúar 2013

417. fundur Hafnarstjórnar Grindavíkur haldinn Seljabót 2, mánudaginn 4. febrúar 2013 og hófst hann kl. 17:00.

Fundinn sátu:
Páll Jóhann Pálsson formaður, Hilmar E Helgason varaformaður, Pétur Már Benediktsson aðalmaður, Bergþóra Gísladóttir aðalmaður, Heiðar Hrafn Eiríksson varamaður, Sigurður A Kristmundsson hafnarstjóri og Róbert Ragnarsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Róbert Ragnarsson, Bæjarstjóri.

Dagskrá:

1. 1212009 - Stefnumótun Grindavíkurhafnar
Framhald frá síðasta fundi.

Hafnarstjóri leiddi umræðu um stefnumótunarskýrsluna. Farið var yfir markmið og gildi hafnarinnar og rætt um styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri. Auk þess var farið yfir helstu verkefni sem lögð eru til í skýrslunni og rætt um forgangsröðun. Hafnarstjóra falið að leggja fram tillögu að forgangsröðun verkefna fyrir næsta fund.

Hafnarstjóra falið að vinna að auknu samstarfi fyrirtækja og þjónustuaðila við höfnina byggt á fyrirmynd Grindavík Experience, m.a. með það að markmiði að vera með sameiginlega kynningu á Grindavíkurhöfn á sjávarútvegssýningunni 2014.

Ákveðið að halda umræðum um stefnumótunina áfram á næsta fundi.

2. 1302002 - Tilboð Hagtaks í hreinsun á skeri og hafti við Austurhluta Miðgarðs
Hagtak hf. gerir Grindavíkurhöfn tilboð um hreinsun á skeri og hafti við austurhluta Miðgarðs og borun og niðursetningu á tveimur siglingamerkjum.
Greiðsla fyrir verkefnið verði í formi þess að Grindavíkurhöfn taki að sér drátt dýpkunartækja Hagtaks á dráttarbáti hafnarinnar.

Hafnarstjórn samþykkir tilboðið og felur hafnarstjóra að ganga frá samningi við Hagtak og leggja fyrir bæjarstjórn til staðfestingar.

3. 1212047 - Efnahagsleg umsvif og afkoma sjávarklasans á Íslandi 2011. Skýrsla Sjávarklasans
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

4. 1211095 - Skýrsla KPMG um áhrif fiskmarkaða á fiskverð, unnin fyrir Samtök fiskframleiðenda og útflutningsaðila
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 30. maí 2023

Fundur 541

Bćjarráđ / 23. maí 2023

Fundur 1644

Bćjarráđ / 16. maí 2023

Fundur 1643

Frćđslunefnd / 4. maí 2023

Fundur 131

Hafnarstjórn / 8. maí 2023

Fundur 489

Bćjarráđ / 2. maí 2023

Fundur 1642

Skipulagsnefnd / 3. maí 2023

Fundur 119

Frístunda- og menningarnefnd / 3. maí 2023

Fundur 125

Frćđslunefnd / 17. apríl 2023

Fundur 130

Afgreiđslunefnd byggingamála / 19. apríl 2023

Fundur 71

Bćjarstjórn / 25. apríl 2023

Fundur 540

Bćjarráđ / 18. apríl 2023

Fundur 1641

Skipulagsnefnd / 3. apríl 2023

Fundur 118

Frćđslunefnd / 2. mars 2023

Fundur 129

Bćjarráđ / 4. apríl 2023

Fundur 1640

Bćjarstjórn / 29. mars 2023

Fundur 539

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1639

Skipulagsnefnd / 22. mars 2023

Fundur 117

Bćjarráđ / 22. mars 2023

Fundur 1638

Frístunda- og menningarnefnd / 9. mars 2023

Fundur 124

Bćjarráđ / 8. mars 2023

Fundur 1637

Bćjarstjórn / 1. mars 2023

Fundur 538

Frćđslunefnd / 27. febrúar 2023

Fundur 128

Bćjarráđ / 23. febrúar 2023

Fundur 1636

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2023

Fundur 115

Afgreiđslunefnd byggingamála / 16. febrúar 2023

Fundur 70

Bćjarráđ / 15. febrúar 2023

Fundur 1635

Skipulagsnefnd / 10. febrúar 2023

Fundur 114

Bćjarráđ / 8. febrúar 2023

Fundur 1634

Frístunda- og menningarnefnd / 2. febrúar 2023

Fundur 123

Nýjustu fréttir

Lokun gatna 2.-4. júní

 • Fréttir
 • 31. maí 2023

Bréfpokar fyrir lífrćnan úrgang

 • Fréttir
 • 31. maí 2023

Nýtt líf í Kvikunni

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Laus kennarastađa á miđstigi

 • Fréttir
 • 30. maí 2023

Ţér er bođiđ í mat

 • Fréttir
 • 30. maí 2023