Gjögur hf. kaupir Helgu RE og gerir út frá Grindavík

  • Fréttir
  • 11. október 2012

Gjögur hf. hefur keypt togbátinn Helgu RE með öllum aflaheimildum, ígildi 1.500 tonna af þorski. Kaupverð er ekki gefið upp. Gjögur hefur þegar tekið við skipinu, sem framvegis verður gert út frá Grindavík. Gjögur á fyrir togbátana Vörð og Oddgeir og mun Helga í framtíðinni leysa Oddgeir af hólmi, en hann er kominn til ára sinna, kominnn vel á fimmtugsaldurinn.

Auk þess gerir Gjögur út uppsjávarveiðiskipið Hákon EA. Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs segir að með þessum kaupum verði botnfiskheimildir fyrirtækisins um 5.500 þorskígildistonn, sem styrki bæði útgerð fyrirtækisins og fiskvinnslu, sem er bæði í Grindavík og á Grenivík. Hann segir að Oddgeir hafi dugað vel en verði væntanlega seldur eða honum lagt. 

„Það verður eftir þetta orðin ágæt kvótastaða hjá okkur til að þjóna verkuninni hjá okkur og fiskmörkuðum. Við erum með saltfiskverkun í Grindavík og ferskfiskvinnslu og frystihús á Grenivík og ætlum okkur að halda þessu öllu gangandi, þrátt fyrir stórfurðulegt umhverfi. Við erum með Vörð sem er svo til nýr og öflugur togbátur og með Helgunni fáum við annað nútíma skip, sem þarf til að fara vel með aflann og ekki síður áhöfnina. Reynir Garðar Gestsson verður með Helguna og að mestu leyti færist áhöfnin af Oddgeiri yfir á Helguna,"  segir Ingi Jóhann við Útvegsblaðið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. október 2024

Lokasorphirđa á morgun 4 .október

Fréttir / 27. september 2024

Mánudagskaffi í Reykjanesbć

Fréttir / 26. september 2024

Para- og fjölskylduráđgjöf

Fréttir / 23. september 2024

Réttađ í blíđviđri í Grindavík

Fréttir / 12. september 2024

Grindvíkingar ćfa í Kópavogi

Fréttir / 10. september 2024

Morgunkaffi međ Ásrúnu og Hjálmari

Fréttir / 4. september 2024

Kvikan opnar ađ nýju

Fréttir / 3. september 2024

Grindavíkurdćtur og glćpakviss

Fréttir / 2. september 2024

7. tbl. Grindvíkings komiđ út

Fréttir / 26. ágúst 2024

Kalka opnar ađ nýju í Grindavík