Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur náð samkomulagi við Kristinn Pálsson sem mun leika með Grindavík næstu tvö keppnistímabil í Dominos-deild karla.

Kristinn kemur frá uppeldisfélagi sínu í Njarðvík þar sem hann hefur leikið sl. tvö tímabil eftir að hafa komið heim úr bandaríska háskólakörfuboltanum. Áður var Kristinn á mála hjá ítalska félaginu Stella Azzura.

Kristinn var með 9,8 stig að meðaltali með Njarðvík á síðasta tímabili. Hann er skotbakvörður að upplagi, er 197 cm á hæð og getur því einnig leikið fleiri stöður.

Faðir Kristins er Páll Kristinsson sem lék með Grindavík um árabil. Segja má að Kristinn feti þar með í fótspor föður síns og ríkir gríðarleg ánægja innan körfuknattleiksdeildar Grindavíkur með að hreppa þennan hæfileikaríka leikmann.

Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur um komu Kristins til Grindavíkur:
„Kristinn er frábær leikmaður sem hlaut góða þjálfun ungur að árum í Njarðvík og úr góðu prógrammi á Ítalíu þar sem hann stóð sig vel. Sömuleiðis hefur hann leikið með einu sterkasta yngri landsliði Íslands ásamt því að hafa verið í háskólaboltanum,“ segir Daníel Guðni.

„Ég þjálfaði Kristinn í Njarðvík þegar hann kom heim úr skóla, þannig ég þekki hann vel. Það er sterkt fyrir okkar lið að fá hávaxinn bakvörð, sem er góður skotmaður og frákastar sömuleiðis vel. Hann hefur að geyma mikla körfuboltahæfileika en það sem eru hvað sterkustu eiginleikarnir hjá Kristni eru leiðtogahæfileikar hans og skilningur á leiknum.“

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur býður Kristinn velkominn og hlakkar til að sjá hann í gulu í vetur.


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Íţróttafréttir / 23. júní 2020

Körfuboltaskóli UMFG 2020 ađ hefjast

Íţróttafréttir / 28. apríl 2020

Körfuboltaćfingar hefjast aftur mánudaginn 4.maí

Íţróttafréttir / 9. mars 2020

Matthías Örn Íslandsmeistari í pílukasti

Íţróttafréttir / 21. febrúar 2020

Herrakvöld í Gjánni í kvöld

Íţróttafréttir / 19. febrúar 2020

Framhalds ađalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Íţróttafréttir / 12. febrúar 2020

Grindavík áfram í bikarúrslitaleikinn

Íţróttafréttir / 11. febrúar 2020

Miđasala á bikarleikinn stendur sem hćst

Íţróttafréttir / 4. febrúar 2020

Til stuđningsfólks Grindavíkur í körfuknattleik

Íţróttafréttir / 31. janúar 2020

Grindavík tekur á móti Fjölni í kvöld kl. 18:30

Íţróttafréttir / 30. janúar 2020

Sylvía Sól valin í U-21 árs landsliđshóp LH 2020

Íţróttafréttir / 24. janúar 2020

Actavismót Hauka

Íţróttafréttir / 2. janúar 2020

Skiptir máli ađ gefa til baka

Íţróttafréttir / 31. desember 2019

Hrund og Jón Axel íţróttafólk Grindavíkur 2019

Íţróttafréttir / 10. desember 2019

Körfuknattleiksdeildin býđur upp á alţrif á bílum

Íţróttafréttir / 14. nóvember 2019

Ray Anthony ţjálfar stelpurnar áfram

Íţróttafréttir / 7. nóvember 2019

Jón Axel er á sögufrćgum Naismith lista

Nýjustu fréttir

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íţróttaafreka 2021

  • Íţróttafréttir
  • 11. janúar 2021

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

  • Körfubolti
  • 16. maí 2020

Ćfingar óbreyttar um helgina

  • Íţróttafréttir
  • 13. mars 2020

Jón Júlíus ráđinn framkvćmdastjóri UMFG

  • Íţróttafréttir
  • 21. febrúar 2020

Grindavík í úrslitum Geysisbikarsins

  • Íţróttafréttir
  • 14. febrúar 2020

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íţróttaafreka

  • Íţróttafréttir
  • 12. febrúar 2020

Sindri Björnsson til Grindvíkur

  • Íţróttafréttir
  • 6. febrúar 2020

Nýtt íţróttahús vígt og UMFG 85 ára í dag

  • Íţróttafréttir
  • 3. febrúar 2020

Páll Árni sigrađi pílukastiđ á Reykjavíkurleikunum

  • Íţróttafréttir
  • 30. janúar 2020

Vígsla nýrra íţróttasala í Grindavík

  • Íţróttafréttir
  • 29. janúar 2020