10. flokkur stúlkna Íslandsmeistarar

 • Körfubolti
 • 20. maí 2019

Um helgina urðu stúlkurnar í 10. flokki Íslandsmeistarar eftir að þær unnu nágranna sína í Njarðvík. Vefsíðan Karfan.is fjallar ítarlega um leikinn og 8-liða úrslitin. Þar má horfa á viðtöl við leikmenn og þjálfara. Grípum niður í umfjölllun Sigurbjörns Daða af vef Körfunnar: 

"Leikurinn byrjaði sem eign heimastúlkna og unnu þær 1. fjórðung 16-11 og var vörnin geysisterk.  Áfram jókst munurinn í 2. og áttu ljónynjurnar úr Njarðvík í mestu erfiðleikum með að finna körfuna og skoruðu aðeins 7 stig í leikhlutanum á móti 15 hjá Grindavík og munurinn því 13 stig í hálfleik, 31-18.

Grindavíkurstelpur voru að hitta vel í fyrri hálfleik, settu til að mynda öll 9 vítin sín niður! Júlía Ruth Thasaphong var atkvæðamest, komin með 15 í framlag (8 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar) en Elísabet Ýr Ægisdóttir var stigahæst með 10 stig.

Hjá Njarðvík var Lára Ösp Ásgeirsdóttir sú eina sem var að skila einhverju framlagi, var komin með 8 (9 stig og 2 fráköst) í hálfleik.

Ljóst að Bylgja Sverris þjálfari Njarðvíkur, myndi lesa rækilega yfir sínum stúlkum í hálfleik!

Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri, gular mun betri.  Eftir tæpar 4 mínútur voru Njarðvíkingar einungis búnar að setja niður 1 víti og voru áfram í vandræðum með að skora en sem betur fer fyrir þær þá voru þær gulklæddu litlu skárri en þó búnar að setja 4 punkta, staðan orðin 35-19 og ljóst ef ekki yrði kúvending þá myndi titillinn enda í „gulri paradís“ eins og segir í kvæðinu…  Staðan fyrir lokaballið 39-24.  Lítið skorað, 8-6 fyrir Grindavík í þessum leikhluta.

Það var deginum ljósara að eitthvað mikið þyrfti að breytast til að Grindavík tæki ekki tvennuna en munurinn á liðunum var einfaldlega of mikill.  Grindavík sigldi sigrinum hægt og örugglega í höfn og vann að lokum öruggan sigur, 45-32 og er því tvöfaldir meistarar 2019!

MVP var valin Júlía Ruth Thasaphong en hún var með flotta tvennu, 12 stig og 10 fráköst sem skilaði sér í hæstu framlagi eða 18.  Elísabet Ýr Ægisdóttir lét ekki sitt eftir liggja og var stigahæst gulra með 16 stig.  Þær stöllur hreinlega áttu teigana í dag!

Hjá Njarðvík steig baráttukonan Vilborg Jónsdóttir upp í seinni hálfleik og stóð sig vel en mátti ekki við margnum.  Vilborg skilaði í 16 framlag (12 stig og 10 fráköst) en hefði þurft meiri aðstoð frá liðsfélögum sínum.

Við óskum Grindavíkurstelpum til hamingju með sigurinn!"

Við tökum undir og óskum 10.flokki stúlkna og þjálfara þeirra Ellert Magnússyni innilega til hamingju með þennan titil. Þess má geta að þrjár stúlkur í liðinu eru í U-16 ára landsliðinu. Það eru þær Viktoría Rós Horne, Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Júlía Ruth Thasaphong.
 

Mynd: www.karfan.is


Deildu ţessari frétt

A?RAR FR?TTIR

Íţróttafréttir / 23. júní 2020

Körfuboltaskóli UMFG 2020 ađ hefjast

Íţróttafréttir / 28. apríl 2020

Körfuboltaćfingar hefjast aftur mánudaginn 4.maí

Íţróttafréttir / 9. mars 2020

Matthías Örn Íslandsmeistari í pílukasti

Íţróttafréttir / 21. febrúar 2020

Herrakvöld í Gjánni í kvöld

Íţróttafréttir / 19. febrúar 2020

Framhalds ađalfundur Knattspyrnudeildar Grindavíkur

Íţróttafréttir / 12. febrúar 2020

Grindavík áfram í bikarúrslitaleikinn

Íţróttafréttir / 11. febrúar 2020

Miđasala á bikarleikinn stendur sem hćst

Íţróttafréttir / 4. febrúar 2020

Til stuđningsfólks Grindavíkur í körfuknattleik

Íţróttafréttir / 31. janúar 2020

Grindavík tekur á móti Fjölni í kvöld kl. 18:30

Íţróttafréttir / 30. janúar 2020

Sylvía Sól valin í U-21 árs landsliđshóp LH 2020

Íţróttafréttir / 24. janúar 2020

Actavismót Hauka

Íţróttafréttir / 2. janúar 2020

Skiptir máli ađ gefa til baka

Íţróttafréttir / 31. desember 2019

Hrund og Jón Axel íţróttafólk Grindavíkur 2019

Íţróttafréttir / 10. desember 2019

Körfuknattleiksdeildin býđur upp á alţrif á bílum

Íţróttafréttir / 14. nóvember 2019

Ray Anthony ţjálfar stelpurnar áfram

Íţróttafréttir / 7. nóvember 2019

Jón Axel er á sögufrćgum Naismith lista

Nýjustu fréttir

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íţróttaafreka 2021

 • Íţróttafréttir
 • 11. janúar 2021

Kristinn Pálsson til Grindavíkur

 • Körfubolti
 • 16. maí 2020

Ćfingar óbreyttar um helgina

 • Íţróttafréttir
 • 13. mars 2020

Jón Júlíus ráđinn framkvćmdastjóri UMFG

 • Íţróttafréttir
 • 21. febrúar 2020

Grindavík í úrslitum Geysisbikarsins

 • Íţróttafréttir
 • 14. febrúar 2020

Auglýst eftir styrkumsóknum vegna íţróttaafreka

 • Íţróttafréttir
 • 12. febrúar 2020

Sindri Björnsson til Grindvíkur

 • Íţróttafréttir
 • 6. febrúar 2020

Nýtt íţróttahús vígt og UMFG 85 ára í dag

 • Íţróttafréttir
 • 3. febrúar 2020

Páll Árni sigrađi pílukastiđ á Reykjavíkurleikunum

 • Íţróttafréttir
 • 30. janúar 2020

Vígsla nýrra íţróttasala í Grindavík

 • Íţróttafréttir
 • 29. janúar 2020