ţri. 8. október 2024

Starfsmenn

  • Ţruman
  • 6. september 2018
Starfsmenn

Forstöðumaður Þrumunnar:

Elínborg Ingvarsdóttir
Aldur: 30 ára
Status/nám/vinna: Er með B.A. í tómstunda- og félagsmálafræði og er að leggja lokahönd á meistararitgerð í stjórnun og þróunarstarf, tómstunda- og félagsmálafræði, ásamt því að starfa 100% í félagsmiðstöðinni okkar Þrumunni. Kláraði Lögregluskóla ríksins 2013, ÍAK einkaþjálfarann hjá Keili og á þessu ári kláraði ég þjálfararéttindi B hjá Knattspyrnusambandi Íslands. 
Uppáhalds matur: Humar og alls konar rækjuréttir.
Áhugamál: Hef alla tíð haft mikinn áhuga á íþróttum, en eftir að mínum íþróttaferli lauk þá elska ég að fara í ræktina, sund og/eða stunda útivist, til dæmis fjallgöngur. Svo bara að njóta góðra stunda með vinum og fjölskyldu og borða og elda góðan mat.
Mottó: "If you never try, you never know". 

 

Kvöldstarfsmenn: 

Melkorka Ýr Magnúsdóttir
Aldur: 24 ára
Status/nám/vinna: Ég er á öðru ári í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Með því vinn ég svo hér og þar, Þrumunni sem er að sjálfsögðu mín uppáhalds, AIR í Kringlunni og svo er ég Crossfit þjálfari í Crossfit Grindavík. Ég er einnig klassískt menntuð söngkona og stunda nám við Söngskóla Sigurðar Demetz.
Uppáhalds matur: Mjöög erfið spurning þar sem ég elska mat, en ég held að ég elski mest uppstúf.
Áhugamál: Hef mikinn áhuga á tónlist, íþróttum, þá sérstaklega Crossfit og körfubolta svo hef ég einstaklega gaman að því að tala, spjalla, rökræða u name it um allt og ekkert. 
Mottó: "Life is short... so am I". 

 

Nemanja Latinovic (Nemó)
Aldur: 25 ára
Status/nám/vinna: Stunda nám við Kennaraháskóla Íslands.
Uppáhalds matur: Flatbaka
Áhugamál: Fótbolti og skák
Mottó: 
“Winners train, losers complain”. 

 

 

Kolbrún Dögg Ólafsdóttir
Aldur: 21 árs
Status/nám/vinna: Ég er útskrifuð úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja og starfa á leikskólanum Laut.
Uppáhalds matur: Humarinn hennar mömmu.
Áhugamál: Ferðast, hitta vini og elda góðan mat. 
Mottó: "Illu er best af lokið".

 

 

Hinrik Guðbjartsson
Aldur: 24 ára
Status/nám/vinna: Er á 2.ári í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.
Uppáhalds matur: Tacco með góðu meðlæti.
Áhugamál: Körfubolti og að horfa á skemmtilega íþróttaleiki, einnig finnst mér gaman að vera í kringum fjölskyldu og vini. 
Mottó: "Fool me once, strike one. But fool me twice...strike three!"

 

 

Ingi Steinn Ingvarsson
Aldur: 21 árs
Status/nám/vinna: Ég kláraði FS og er á fyrsta ári í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. 
Uppáhalds matur: Humar.
Áhugamál: Íþróttir og samvera með fjölskyldunni. 
Mottó: Ég myndi segja að mottóið mitt er: "Hafðu trú á sjálfum þér og skoraðu".

 

 

Veigar Gauti Bjarkason
Aldur: 19 ára gamall
Status/nám/vinna: Ég útskrifaðist sem stúdent hjá Menntaskólanum á Akureyri núna í sumar og stunda núna nám við Háskóla Íslands þar sem ég er á fyrsta ári í tannsmíði. 
Uppáhalds matur: Heimalagað lasagnia sem mamma gerir.
Áhugamál: Helstu áhugamálin mín eru tölvuleikir og bíómyndir.
Mottó: Mér hefur alltaf fundist mottóið "Hakunamatata" eiga við hjá mér. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Sumar-Ţruman 21.-23. júní

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 21. júní 2022

Draugahús í Kvikunni

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 29. október 2021

Jólabingó Ţrumunnar á morgun í beinni á Instagram

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 17. desember 2020

Rafrćn Ţruma nćstu vikur

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 20. apríl 2020

Rafrćn Ţruma

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 25. mars 2020

Vel heppnađ góđgerđarbingó

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 26. febrúar 2020

Góđgerđar Bingó í kvöld

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 24. febrúar 2020

Tveir fulltrúar í ungmennaráđi Samfés

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 15. janúar 2020

Vel heppnađ opnunarpartý Ţrumunnar

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 8. október 2018

Bakarí í skólanum annan hvern föstudag

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 4. október 2018