Á dögunum fengu nemendur í 8. bekk boð sem þau gátu ekki hafnað en það var heimsókn í Þekkingarsetur Suðurnesja í Sandgerði.
Þar tóku á móti hópnum þeir Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur Þekkingarsetursins, fuglafræðingur og doktorsnemi og Daníel Hjálmtýsson, verkefnastjóri fræðslu og miðlunar. Þeir fræddu hópinn um allt það helsta sem fram fer í Þekkingarsetrinu, leyfðu krökkunum m.a. að handleika grjótkrabba og fleiri sjávarlífverur og svo var boðið upp á ratleik með Fróðsleiksfúsa sem er gagnvirkur fræðsluleikur sem Daníel hefur verið að þróa.
Þetta var skemmtilegur dagur í Sandgerði og við þökkum þeim félögum kærlega fyrir góðar móttökur!