5. - 8. bekkur stundar nám í húsnæði við Ármúla þessa dagana og eftir ármótin hefur kennsla verið með nokkuð eðlilegum hætti miðað við aðstæður. Eftir áramótin hófst meðal annars kennsla í textílmennt og heimilisfræði þar sem þær Halla og Ragna eru með allt á hreinu.
Í heimilisfræðitímum hefur þurft að fara nýjar leiðir þar sem aðstaða til eldunar og baksturs er ekki eins góð og í hefðbundnu skólahúsnæði. Ragna kennari hefur þó ráð undir rifi hverju og hafa nemendur töfrað fram ýmislegt góðgæti.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr kennslustundum í heimilisfræði.