Fyrrum landsliđsţjálfari í heimsókn

  • Grunnskólafréttir
  • 6. nóvember 2023

Þeir nemendur á unglingastigi sem eru í skákkennslu í vali duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar Björn Ívar Karlsson kom í heimsókn og stjórnaði kennslu dagsins. Björn er skákþjálfari með FIDE trainer þjálfaragráðu og er yfirþjálfari Skákdeildar Breiðabliks. Ferilskráin stoppar ekki þar en Björn er FIDE-meistari, formaður landsliðsnefndar Skáksambandsins og fyrrum landsliðsþjálfari kvennaliðsins.

Björn byrjaði tímann á því að fara yfir nokkrar opnanir og endatöfl og fylgdust drengirnir hugfangnir með og drukku í sig fróðleikinn. Björn bauð þeim svo að nýta það sem þeir höfðu lært í tímanum og tefldi við þá tvær blindskákir samtímis og er skemmst frá því að segja að hann mátaði bæði lið í nokkrum leikjum. Sumir drengjanna trúðu vart eigin augum og voru sannfærðir um að brögð væru í tafli en Björn sat allan tímann í miðri stofunni með lokuð augun og kallaði svo sína leiki og lagði leiki þeirra á minnið jafnóðum.

Tíminn endaði svo á nokkrum 1-1 einvígum þar sem Björn hafði eina mínútu til umráða en mótspilararnir fimm. Í síðustu skákunum færði hann sinn tíma niður í 40 sekúndur og að lokum 20 og vann síðustu skákina með eina sekúndu aflögu.

Við þökkum Birni Ívari kærlega fyrir komuna!



Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 17. nóvember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

Grunnskólafréttir / 2. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

Grunnskólafréttir / 6. maí 2022

Tóku ţátt í Frímó

Grunnskólafréttir / 11. febrúar 2022

Lćrt um flatarmál

Grunnskólafréttir / 8. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

Grunnskólafréttir / 27. janúar 2022

Almenn hamingja!

Grunnskólafréttir / 13. janúar 2022

Heimsókn frá Pálmari Ragnarssyni

Grunnskólafréttir / 13. desember 2021

8-liđa úrslitum spurningakeppni unglingastigs lokiđ

Grunnskólafréttir / 9. desember 2021

Skemmtilegir uppbrotsdagar

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2021

Gaman á hrekkjarvöku og í draugahúsinu

Grunnskólafréttir / 31. október 2021

1.bekkingar fengu körfubolta ađ gjöf

Grunnskólafréttir / 27. október 2021

Skáld í skólum!

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Rökkurró í febrúar

  • Grunnskólafréttir
  • 4. febrúar 2022

Flytja í nýbygginguna viđ Hópsskóla

  • Grunnskólafréttir
  • 26. janúar 2022

Gleđi og ánćgja á litlu jólum eldri nemenda

  • Grunnskólafréttir
  • 20. desember 2021

Logn og stilla í útikennslu

  • Grunnskólafréttir
  • 14. desember 2021

Heimsókn frá Má Gunnarssyni

  • Grunnskólafréttir
  • 13. desember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 26. nóvember 2021